Sport

Keflavík dróst gegn þýsku liði

Keflavík mætir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins en dregið var nú rétt áðan. Keflavík átti möguleika á að mæta sænska liðinu Djurgårdens IF eða dönsku liðunum Esbjerg fB eða FC København en er þess í stað á leiðinni til Þýskalands. FSV Mainz 05 endaði í 11. sæti í þýsku Bundesligunni í fyrra, vann 12 leiki af 34 og tapaði 15. Markatalan var 50-55 þeim í óhag. Mainz fékk Prúðmennsku-sæti UEFA (UEFA Fair Play) í UEFA-bikarnum og er í fyrsta sinn í sögu félagsins í Evrópukeppni. Liðið sló út MIKA frá Armeníu í fyrstu umferðinni, vann fyrri leikinn á heimavelli 4-0 og gerði síðan markalaust jafntefli í Armeníu. Mainz-liðið var stofnað 16. mars 1905 en lék fyrst í efstu deild 2004. Eini titill félagsins til þessa er síðan 1982 þegar þeir urðu þýskir áhugamannameistarar. Liðið spilaði heimaleikinn á heimavelli nágranna sinna í Eintracht Frankfurt á Waldstadion í Frankfurt Am Main en Mainz-liðið komst einmitt upp á sama tíma og Eintracht Frankfurt féll úr Bundesligunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×