Talinn hafa skipulagt árásirnar 29. júlí 2005 00:01 Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem er talinn hafa skipulagt árásirnar á London sem urðu fleiri en fimmtíu manns að bana. Hinn þrítugi Haroon Rashid Aswat er talinn hafa hringt minnst tuttugu sinnum í mennina fjóra sem drápu meira en fimmtíu manns í London, dagana áður en árásirnar voru gerðar. Vitað er að hann var í Leeds skömmu fyrir árásirnar þar sem þrír árásarmannanna bjuggu. Daginn sem árásirnar voru gerðar var Aswat í London en flúði þaðan aðeins örfáum klukkustundum áður en ódæðisverkin voru framin. Breskir öryggissveitarmenn hafa flogið til Sambíu til að yfirheyra manninn. Öryggisyfirvöld í Bretlandi gera hins vegar lítið úr málinu og segja það aðeins getgátur að Aswat sé í raun aðalmaðurinn á bak við árásirnar. Í nýrri skýrslu frá bresku leyniþjónustunni kemur fram að yfirgnæfandi líku séu á því að árásirnar tengist innrásinni í Írak. Þó að eflaust megi telja til fleiri orsakir fyrir árásunum sé stuðningur Breta við innrásina í Írak langstærsti einstaki þátturinn í árásunum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telja meira en fjórir af hverjum fimm Bretum að árásirnar á London tengist stuðningi Breta við innrásina í Írak. Í skýrslu leyniþjónustunnar segir jafnframt að vitað sé til þess að bæði breskir og erlendir borgarar sem tengist Al-Qaida séu nú í Bretlandi. Í morgun var Edgeware Road lestarstöðin loksins opnuð, rúmum þrem vikum eftir að sprengja sprakk í lest sem fór þar í gegn. Réttarmeinafræðingar og lögreglumenn hafa skoðað hvern sentímetra á lestarstöðinni í þeirri von að finna sönnunargögn eða eitthvað sem geti varpað frekara ljósi á árásirnar. Á háannatíma í morgun voru aðeins örfáir vegfarendur á stangli á lestarstöðinni en fyrir árásirnar iðaði hún jafnan af lífi á þessum tíma dags.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira