Handtökur í Bretlandi 27. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira