Tengsl milli hryðjuverka og Íraks 26. júlí 2005 00:01 Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“ Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Kokhraustur Tony Blair blæs á kannanir sem sýna að almenningur telur tengsl á milli hryðjuverka í borginni og stríðsins í Írak. Rannsókn á árásunum heldur áfram og virðist lögreglan á hælum tilræðismannanna. Meðal þess sem lögreglan segist hafa fundið í dag er sprengiefni á stað sem tengist hryðjuverkamönnunum. Bifreið var einnig grandskoðuð. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar en enginn tilræðismannanna. Í fjölbýlishúsi einu í Norður-London er talið að einn hryðjuverkamannanna hafi búið. Einn nágranni hans virðist einnig skoðanabróðir. Hann segist vona að mennirnir fari til paradísar því þegar allt komi til alls hafi þeir fórnað lífinu sem píslarvottar. „Allir múslimar verða að taka þátt í hinu heilaga stríði, hvort sem það er í orði, verki eða með fjárstuðningi. Það er skylda sérhvers múslíma að hjálpa öðrum múslímum,“ sagði nágranninn við fjölmiðla í dag. Kannanir í Bretlandi sýna að meirihluti almennings telur samhengi á milli hryðjuverkanna í London og stríðsins í Írak. Tony Blair gefur lítið fyrir þær kannanir og harðneitar nokkrum tengslum. Í ljósi þess að vinsældir hans hafa stóraukist frá hryðjuverkunum getur hann líkast til leyft sér að vera kokhraustur. Á blaðamannafundi í dag sagði hann sama hvaða afsökun eða réttlætingar „þessir“ menn noti, ekki megi gefa eftir einn þumlung, hvort sem er í Bretlandi, Írak, Afganistan, Ísrael eða Palestínu. „11. september vakti mig. Vitið þið hvað ég held að vandamáið sé? Mikill hluti heimsins vaknaði smástund, velti sér svo á hina hliðina og fór aftur að sofa,“ sagði Blair. „Við leysum ekki þetta vandamál sem á sér svo djúpar rætur fyrr en við berjumst gegn þessu fólki á öllum stigum. Og ekki bara gegn aðferðum þeirra heldur einnig hugmyndum.“
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira