Lögreglan í kappi við tímann 25. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira