Lundúnalögreglan biðst afsökunar 24. júlí 2005 00:01 Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Lögreglustjórinn í Lundúnum, Ian Blair, baðst í gær opinberlega afsökunar á því að lögregla skyldi hafa skotið til bana brasilískan rafvirkja, sem ekki tengdist hryðjuverkaárásunum í borginni á nokkurn hátt. Blair varði engu að síður þá stefnu lögreglunnar að hika ekki við að skjóta menn ef ástæða væri til að gruna þá um að bera á sér sprengju. Lundúnalögreglan tilkynnti í gærkvöld að hún hefði handtekið þriðja manninn í tengslum við rannsókn misheppnuðu tilræðanna síðasta fimmtudag. Upplýsti hún að maðurinn hefði verið handtekinn í nafni hryðjuverkavarnalaga, í sama hverfi í suðurhluta borgarinnar og Brasilíumaðurinn bjó í. Blair lögreglustjóri sagði enn fremur á blaðamannafundi að sprengiefninu sem notað var við hin misheppnuðu sprengjutilræði á fimmtudaginn svipaði mjög til þess sem notað var við hin mannskæðu tilræði tveimur vikum fyrr. Verið væri að rannsaka vísbendingar um viss tengsl milli tilræðismannanna 7. og 21. júlí. Engar sannanir væru þó enn fyrir tengslum milli tilræðanna, að sögn lögreglustjórans. Hann sagði rannsóknarina nú helst beinast að mönnunum fjórum sem eftirlitsmyndavélamyndir voru birtar af á föstudag. Blair skoraði á breska múslimasamfélagið að leggja lögreglunni lið í rannsókninni. Allar ábendingar væru líka vel þegnar, hefði einhver séð einhvern fjórmenningana sem lýst hefur verið eftir. Loft var ennþá lævi blandið í borginni í gær og lögregla beitti sprengiefni til að eyða grunsamlegum pakka sem fannst í garði í norðausturhluta Lundúna. Að sögn talsmanna lögreglunnar lék grunur á að pakkinn kynni að hafa tengst hlutum sem notaðir voru í misheppnuðu tilræðunum á fimmtudaginn. Nánari upplýsingar var ekki að fá að svo stöddu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“