Óhugnanleg lífsreynsla 13. október 2005 19:34 Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg. Lík og líkamshlutar lágu eins og hráviði út um allt, og sært fólk lá veinandi á hjálp. Mikil skelfing greip um sig, en björgunarsveitir voru fljótar á vettvang og sagðar hafa gengið fagmannlega til verks. Allt læknalið borgarinnar var kallað út, en þar sem hinir særðu voru svo margir, var gripið til þess ráðs að flytja fólk flugleiðis til Kaíró. Sjö Íslendingar eru í sumarleyfi í Sharm el-Sheikh, þeirra á meðal Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Árásirnar voru gerðar á hótel og útimarkaði, þar sem margir voru á ferli. Sharm el-Sheik er vinsæll ferðamannastaður og yfirvöld segja að margir útlendingar hafi látið lífið eða særst. Langflest fórnarlömbin voru hinsvegar Egyptar. Borgarstjórinn í Sharm el Sheik segir að tvær bílsprengjur hafi verið sprengdar og hugsanlega ein sprengja í ferðatösku. Sprengjurnar voru svo öflugar að það fannst fyrir þeim í tíu kílómetra fjarlægð. Miklir eldhnettir risu upp frá sprengjustöðunum. Hryðjuverkamenn hafa gert þónokkrar árásir í Egyptalandi, á undanförnum árum, og þá oftar en ekki á staði sem erlendir ferðamenn sækja. Samtök sem tengjast al Kæda segjast bera ábyrgð á verknaðinum, en yfirvöld í Egyptalandi segja of snemmt að segja til um hvort það sé rétt.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira