Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum 19. júlí 2005 00:01 Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira