Taugatitringur enn í London 11. júlí 2005 00:01 Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira
Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Sjá meira