Tvær kenningar um árásina 10. júlí 2005 00:01 Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira