Miðborg Birmingham rýmd 9. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Birmingham hefur fyrirskipað fólki að yfirgefa skemmtanahverfið í miðborg borgarinnar. Um 30 þúsund manns þurftu því að hverfa á brott. Þetta er gert eftir að lögreglu barst vísbending um að hætta væri á hryðjuverkaárásum. Lögregla umkringdi miðborgina og lokaði öllum leiðum inn í hana. "Það er mikil ringulreið, það virðist engin von um að fólk fái að fara aftur inn í miðborgina en fólk er hljótlátt og rólegt," sagði Kenneth Kelsall sem býr í Birmingham í viðtali við BBC. Breska lögreglan leitar nokkurra múslima sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum á fimmtudag að sögn breskra fjölmiðla. Mennirnir eru taldir tengjast þeim sem skipulögðu hryðjuverkin í Madríd í mars á síðasta ári þegar 191 lét lífið. Vitað er að skömmu áður en mennirnir sem framkvæmdu hryðjuverkin í Madríd létust hringdu þeir til Bretlands. Staðfest hefur verið að 49 létust og talið er að 20 lík til viðbótar kunni að finnast. Sprengjurnar sem kostuðu tugi manna lífið í neðanjarðarlestum í Lundúnum á fimmtudag sprungu með fimmtán sekúndna millibili tíu mínútur fyrir níu um morguninn. Þessi atriði, auk annarra sem komið hafa fram, gefa til kynna að hópur hryðjuverkamanna hafi skipulagt og framkvæmt árásirnar. Þar sem sprengjurnar voru líklega tímastilltar hafa árásarmennirnir getað komið sér á brott áður en þær sprungu og eiga því möguleika á að gera fleiri árásir náist þeir ekki. Lík þeirra sem létust eru svo illa farin að lögregla hefur enn ekki getað borið kennsl á þau, notast verður við tannlæknaskýrslur, fingraför og DNA til að bera kennsl á fólkið. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Lögreglan í Birmingham hefur fyrirskipað fólki að yfirgefa skemmtanahverfið í miðborg borgarinnar. Um 30 þúsund manns þurftu því að hverfa á brott. Þetta er gert eftir að lögreglu barst vísbending um að hætta væri á hryðjuverkaárásum. Lögregla umkringdi miðborgina og lokaði öllum leiðum inn í hana. "Það er mikil ringulreið, það virðist engin von um að fólk fái að fara aftur inn í miðborgina en fólk er hljótlátt og rólegt," sagði Kenneth Kelsall sem býr í Birmingham í viðtali við BBC. Breska lögreglan leitar nokkurra múslima sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum á fimmtudag að sögn breskra fjölmiðla. Mennirnir eru taldir tengjast þeim sem skipulögðu hryðjuverkin í Madríd í mars á síðasta ári þegar 191 lét lífið. Vitað er að skömmu áður en mennirnir sem framkvæmdu hryðjuverkin í Madríd létust hringdu þeir til Bretlands. Staðfest hefur verið að 49 létust og talið er að 20 lík til viðbótar kunni að finnast. Sprengjurnar sem kostuðu tugi manna lífið í neðanjarðarlestum í Lundúnum á fimmtudag sprungu með fimmtán sekúndna millibili tíu mínútur fyrir níu um morguninn. Þessi atriði, auk annarra sem komið hafa fram, gefa til kynna að hópur hryðjuverkamanna hafi skipulagt og framkvæmt árásirnar. Þar sem sprengjurnar voru líklega tímastilltar hafa árásarmennirnir getað komið sér á brott áður en þær sprungu og eiga því möguleika á að gera fleiri árásir náist þeir ekki. Lík þeirra sem létust eru svo illa farin að lögregla hefur enn ekki getað borið kennsl á þau, notast verður við tannlæknaskýrslur, fingraför og DNA til að bera kennsl á fólkið.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira