Minnst fimmtíu létust í árásunum 8. júlí 2005 00:01 Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta. Sir Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, sagði augljóst að hryðjuverkahópur hefði starfað í landinu og undirbúið árásirnar. Tímasetningar sprenginganna sýndu að einn maður hefði ekki getað komið öllum sprengjunum fyrir. Í Lundúnum hófst í gær bataferli borgarinnar. Farþegar sneru aftur í almenningssamgöngutæki, bæði neðanjarðarlestir og strætisvagna. Múslimar höfðu varann á sér vegna mögulegrar andúðar á þeim eftir árásirnar, en héldu engu að síður föstudagsbænir sínar. Í skemmtanahverfum borgarinnar hófust aftur sýningar þar sem þeim hafði verið aflýst. Umferðarlögreglan, sem hefur umsjá með neðanjarðarlestunum, sagði enn unnið að því í gær að hreinsa burt brak lestar nærri Russell-torgi þar sem að minnsta kosti 21 lét lífið. "Björgunarlið er komið á staðinn og þar hafa sést fleiri látnir, en tekið gæti nokkra daga að ná þeim," sagði Andy Trotter aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mörg lestargöngin eru yfir 30 metra djúp og í þeim er krökkt af rottum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta. Sir Ian Blair, yfirmaður Lundúnalögreglunnar, sagði augljóst að hryðjuverkahópur hefði starfað í landinu og undirbúið árásirnar. Tímasetningar sprenginganna sýndu að einn maður hefði ekki getað komið öllum sprengjunum fyrir. Í Lundúnum hófst í gær bataferli borgarinnar. Farþegar sneru aftur í almenningssamgöngutæki, bæði neðanjarðarlestir og strætisvagna. Múslimar höfðu varann á sér vegna mögulegrar andúðar á þeim eftir árásirnar, en héldu engu að síður föstudagsbænir sínar. Í skemmtanahverfum borgarinnar hófust aftur sýningar þar sem þeim hafði verið aflýst. Umferðarlögreglan, sem hefur umsjá með neðanjarðarlestunum, sagði enn unnið að því í gær að hreinsa burt brak lestar nærri Russell-torgi þar sem að minnsta kosti 21 lét lífið. "Björgunarlið er komið á staðinn og þar hafa sést fleiri látnir, en tekið gæti nokkra daga að ná þeim," sagði Andy Trotter aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mörg lestargöngin eru yfir 30 metra djúp og í þeim er krökkt af rottum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira