Atburðarás dagsins 7. júlí 2005 00:01 Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Fyrsta vísbending um að eitthvað væri á seyði barst klukkan ellefu mínútur fyrir níu að staðartíma þegar samgöngulögreglunni var greint frá vanda í neðanjarðarlest á milli Liverpool Street og Aldgate-stöðvarinnar. Hálftími leið þangað til fregnir bárust af því að lögregla hefði verið kölluð á staðinn og rétt fyrir hálf tíu greindi samgöngulögreglan frá því að svo virtist sem tvær lestir hefðu rekist saman. Skömmu síðar voru ferðir neðanjarðalesta stöðvaðar, og nánast á sömu mínútu fréttist af atviki á Edgware Road stöðinni. Tíu mínútum síðar höfðu borist fregnir af rafmagnsvandræðum á Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum. Korter yfir tíu segja sjónarvottar frá öflugri sprengingu í strætisvagni í miðborg Lundúna. Fimm mínútum síðar staðfestir Scotland Yard fjölda sprenginga í borginni. Í kjölfarið er greint frá tveimur strætisvögnum sem sprengingar urðu í: annar við Russel Square og hinn við Tavistock Square. Klukkutíma síðar, upp úr ellefu, kveðst lögreglustjóri Lundúna hafa fregnir af um það bil sex sprengingum. Umferðarskilti við borgina skipa fólki að forðast hana, svæðið sé lokað og að það eigi að kveikja á útvarpinu. Farsímakerfið hrynur nánast undan álagi auk þess sem björgunarliði er veittur forgangsaðgangur að því. Upp úr hádeginu finnur BBC vefsíðu sem tengist al-Qaida þar sem árásunum er lýst á hendur samtökunum. Á henni segir meðal annars að Bretland brenni nú af ótta og skelfingu í norðri, suðri, austri og vestri. Rétt fyrir eitt segir innanríkisráðherrann Charles Clarke að fjórar sprengingar hafi fengist staðfestar; á sama tíma greinir Scotland Yard frá sjö sprengingum á fjórum stöðum. Upp úr klukkan þrjú kom Tony Blair til baka frá Gleneagles og í kjölfarið tóku að streyma inn upplýsingar um fjölda þeirra sem fórust. Talan hefur farið stighækkandi eftir því sem leið á daginn. Þó að lögregluyfirvöld hafi hvatt Lundúnabúa til að vera á verði þótti óhætt að opna á ný hluta neðanjarðarlestakerfisins síðdegis, enda fjöldi fólks sem vildi komast heim eftir vinnu.MYND/APMYND/APMYND/APMYND/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira