Al-Qaida enn á ný? 7. júlí 2005 00:01 Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna atburðanna í Lundúnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur var á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi þegar árásirnar voru gerðar, segir þær villimannslegar. Hann yfirgaf fundinn í Skotlandi rétt fyrir hádegi og hélt til Lundúna. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fundinum í Skotlandi að stríðinu við hryðjuverkamenn væri langt í frá lokið. Bush sagði að ekkert yrði gefið eftir í þeirri baráttu og hryðjuverkamenn yrðu leitaðir uppi til að hægt yrði að rétta yfir þeim. Það var á tólfta tímanum sem fregnir bárust af yfirlýsingu frá áður óþekktum hópi á síður íslamskra öfgamanna. Ítalska fréttastofan ANSA greindi frá þessu og sagði hópinn, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", jafnframt vara Ítali og Dani við í yfirlýsingunni. Þeim væri nær að kalla sitt fólk heim frá Afganistan og Írak. Ekki hefur enn tekist að sannreyna yfirlýsinguna. Í millitíðinni hefur fjöldi hryðjuverkasérfræðinga lýst skoðun sinni á atburðunum og berast böndin að al-Qaida. Bent er á að ummerkin minni um margt á árásirnar í Madríd ellefta mars á síðasta ári en þá varð það hópur sem tengdist al-Qaida sem var að verki. Aðrir segja í það minnsta líklegast að íslamskir öfgamenn hafi verið að verki; London sé enda miðstöð harðlínu-íslamsks áróðurs í Evrópu. Bretar væru þess utan nánustu samstarfsmenn Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna atburðanna í Lundúnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur var á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Gleneagles í Skotlandi þegar árásirnar voru gerðar, segir þær villimannslegar. Hann yfirgaf fundinn í Skotlandi rétt fyrir hádegi og hélt til Lundúna. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fundinum í Skotlandi að stríðinu við hryðjuverkamenn væri langt í frá lokið. Bush sagði að ekkert yrði gefið eftir í þeirri baráttu og hryðjuverkamenn yrðu leitaðir uppi til að hægt yrði að rétta yfir þeim. Það var á tólfta tímanum sem fregnir bárust af yfirlýsingu frá áður óþekktum hópi á síður íslamskra öfgamanna. Ítalska fréttastofan ANSA greindi frá þessu og sagði hópinn, sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu", jafnframt vara Ítali og Dani við í yfirlýsingunni. Þeim væri nær að kalla sitt fólk heim frá Afganistan og Írak. Ekki hefur enn tekist að sannreyna yfirlýsinguna. Í millitíðinni hefur fjöldi hryðjuverkasérfræðinga lýst skoðun sinni á atburðunum og berast böndin að al-Qaida. Bent er á að ummerkin minni um margt á árásirnar í Madríd ellefta mars á síðasta ári en þá varð það hópur sem tengdist al-Qaida sem var að verki. Aðrir segja í það minnsta líklegast að íslamskir öfgamenn hafi verið að verki; London sé enda miðstöð harðlínu-íslamsks áróðurs í Evrópu. Bretar væru þess utan nánustu samstarfsmenn Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira