Talað um fjórar sprengingar 7. júlí 2005 00:01 Ekki færri en fjörutíu og fimm fórust í hryðjuverkaárásunum í London í morgun. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að auk fjörutíu og fimm sem staðfest er að fórust séu í það minnsta þúsund slasaðist. Á annað hundrað slösuðust alvarlega. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar fjórar, en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Við Russal Square, skammt frá King's Cross, lestarstöðinni, segja sjónarvottar að þakið hafi bókstaflega þeyst af tveggja hæða strætisvagni þegar sprenging varð í honum. Að auki sprungu sprengjur í þremur lestum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Sjónarvottar segjast hafa séð fjölda líka skammt frá. Áður óþekktur hópur sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu" lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birt var á íslamskri vefsíðu, en þetta hefur ekki fengist staðfest. Böndin berast þó að al-Qaida þar sem ummerki þykja minna töluvert á árásirnar í Madríd fyrir einu og hálfu ári síðan. Ekki er ljóst hvort að tímasetning árásanna hefur eitthvað með fund G-8 leiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi að gera en ljóst er að athygli fjölmiðla beindist nú þegar að Bretlandi og London, bæði vegna fundarins og þess að London var í gær valin ólympíuborgin 2012. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Ekki færri en fjörutíu og fimm fórust í hryðjuverkaárásunum í London í morgun. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að auk fjörutíu og fimm sem staðfest er að fórust séu í það minnsta þúsund slasaðist. Á annað hundrað slösuðust alvarlega. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar fjórar, en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Við Russal Square, skammt frá King's Cross, lestarstöðinni, segja sjónarvottar að þakið hafi bókstaflega þeyst af tveggja hæða strætisvagni þegar sprenging varð í honum. Að auki sprungu sprengjur í þremur lestum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Sjónarvottar segjast hafa séð fjölda líka skammt frá. Áður óþekktur hópur sem kallar sig "Leynihóp heilags stríðs al-Qaida í Evrópu" lýsti árásunum á hendur sér í yfirlýsingu sem birt var á íslamskri vefsíðu, en þetta hefur ekki fengist staðfest. Böndin berast þó að al-Qaida þar sem ummerki þykja minna töluvert á árásirnar í Madríd fyrir einu og hálfu ári síðan. Ekki er ljóst hvort að tímasetning árásanna hefur eitthvað með fund G-8 leiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi að gera en ljóst er að athygli fjölmiðla beindist nú þegar að Bretlandi og London, bæði vegna fundarins og þess að London var í gær valin ólympíuborgin 2012.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira