Búnaðarbanki ekki í ársreikningi 28. júní 2005 00:01 Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Þegar tilkynningarnar tvær eru bornar saman er í ensku tilkynningunni sagt að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Í íslensku þýðingunni er hins vegar sagt að bréfin hafi verið "bókuð í ársreikningi bankans.". Í ársreikningi þýska bankans er hlutarins í Eglu eða Búnaðarbankanum hins vegar ekki getið með beinum hætti hvorki fyrir árið 2003 né fyrir árið 2004. "Yfirlýsing Hauck&Afhäuser á mánudag varð til með þeim hætti að fyrirsvarsmenn Eglu áttu samtöl við fyrirsvarsmenn þýska bankans og upplýstu þá um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum hérlendis á undanförnum vikum, þar sem meðal annars er dregið í efa eignarhald þeirra á hlutum í Eglu. Í kjölfar þessa ákvað þýski bankinn að senda frá sér sína yfirlýsingu," segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu. Guðmundur Hjaltason, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Eglu, mun að eigin sögn hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á íslensku og fyrirtækið Athygli sá svo um að koma tilkynningunum til fjölmiðla. Árni Þórður Jónsson hjá Athygli segir að fyrirtækið hafi aðeins séð um að senda tilkynninguna en segist ekki vita hver skrifaði hana. "Tilkynningunni var snarað yfir á íslensku til þess að hún kæmist til fjölmiðla sem fyrst. Ef áhöld eru uppi um ónákvæmni í þýðingunni þá er ekki við þýska bankann að sakast," segir Kristinn. Í tilkynningunni kemur ekkert fram um hvort þýski bankinn hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins í Búnaðarbankanum. Kristinn segir að í samtölum við fyrirsvarsmenn þýska bankans hafi verið ljóst að eignir voru færðar í efnahag bankans undir veltubók og eðlilegt væri að fyrirsvarsmenn bankans myndu staðfesta það. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Þegar tilkynningarnar tvær eru bornar saman er í ensku tilkynningunni sagt að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Í íslensku þýðingunni er hins vegar sagt að bréfin hafi verið "bókuð í ársreikningi bankans.". Í ársreikningi þýska bankans er hlutarins í Eglu eða Búnaðarbankanum hins vegar ekki getið með beinum hætti hvorki fyrir árið 2003 né fyrir árið 2004. "Yfirlýsing Hauck&Afhäuser á mánudag varð til með þeim hætti að fyrirsvarsmenn Eglu áttu samtöl við fyrirsvarsmenn þýska bankans og upplýstu þá um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum hérlendis á undanförnum vikum, þar sem meðal annars er dregið í efa eignarhald þeirra á hlutum í Eglu. Í kjölfar þessa ákvað þýski bankinn að senda frá sér sína yfirlýsingu," segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu. Guðmundur Hjaltason, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Eglu, mun að eigin sögn hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á íslensku og fyrirtækið Athygli sá svo um að koma tilkynningunum til fjölmiðla. Árni Þórður Jónsson hjá Athygli segir að fyrirtækið hafi aðeins séð um að senda tilkynninguna en segist ekki vita hver skrifaði hana. "Tilkynningunni var snarað yfir á íslensku til þess að hún kæmist til fjölmiðla sem fyrst. Ef áhöld eru uppi um ónákvæmni í þýðingunni þá er ekki við þýska bankann að sakast," segir Kristinn. Í tilkynningunni kemur ekkert fram um hvort þýski bankinn hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins í Búnaðarbankanum. Kristinn segir að í samtölum við fyrirsvarsmenn þýska bankans hafi verið ljóst að eignir voru færðar í efnahag bankans undir veltubók og eðlilegt væri að fyrirsvarsmenn bankans myndu staðfesta það.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent