Sport

Nýliðavalið í NBA verður í nótt

Í nótt fer fram hið árlega nýliðaval í NBA deildinni og þar kemur í ljós hjá hvaða liðum bestu nýliðarnir enda í haust, en einnig má búast við að miklar hræringar verði í kring um valið í ár, þar sem nokkur lið munu reyna að skipta leikmönnum fyrir betri valrétti. Milwaukee Bucks eiga fyrsta valréttinn í ár, en þar á eftir velja Atlanta, Portland, New Orleans og Charlotte á svo fimmta valréttinn. Mikið framboð er af leikstjórnendum í valinu í ár, en margir vilja þó meina að ástralski miðherjinn Andrew Bogut verði valinn fyrstur. Ekki er búist við að fleiri en fimm leikmenn komi til með að geta látið alvarlega að sér kveða strax í NBA deildinni, en þó er alltaf eitthvað um óvæntar hetjur á ári hverju. Vitað er að nokkur lið munu gera örvæntingarfullar tilraunir til að verða sér út um einn af fyrstu valréttunum í nótt og því má alveg eins búast við því að eitthvað verði um leikmannaskipti í kjölfar valsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×