Fjármálaeftirlit í fullum rétti 27. júní 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Hún telur bréfið geta verið villandi. Stjórn sparisjóðsins telur að Fjármálaeftirlitið eigi að ræða hugsanlega sölu á hlutum í sjóðnum við sig, en ekki einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Í fréttinni er jafnframt vitnað til orða stjórnarformanns SPH þess efnis að FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðilum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Þá kemur fram í fréttinni að stjórn SPH telji að efni bréfs FME geti verið villandi og vitnað er til eftirfarandi í bréfi stjórnarinnar: “Sérstaklega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifibréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit[...].Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagnvart fjármálafyrirtækjunum sjálfum eða lögaðilum sem þeim tengjast, en ekki gagnvart einstaklingum”. Í fréttatilkynningunni er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Fjármálaeftirlitið segist í fullum rétti með að afla sér upplýsinga um væntanleg kaup í fjármálafyrirtækjum. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að eftirlitið hafi hugsanlega farið út fyrir valdsvið sitt með bréfi til stofnfjárfesta í sjóðnum. Hún telur bréfið geta verið villandi. Stjórn sparisjóðsins telur að Fjármálaeftirlitið eigi að ræða hugsanlega sölu á hlutum í sjóðnum við sig, en ekki einstaklingana sem eiga hlutabréfin. Í fréttinni er jafnframt vitnað til orða stjórnarformanns SPH þess efnis að FME hafi ekki lögsögu yfir stofnfjáraðilum heldur yfir fjármálafyrirtækjum. Þá kemur fram í fréttinni að stjórn SPH telji að efni bréfs FME geti verið villandi og vitnað er til eftirfarandi í bréfi stjórnarinnar: “Sérstaklega telur stjórn SPH alvarlegt að gefið er í skyn í umræddu dreifibréfi að FME hafi heimildir til að beita einstaklinga dagsektum, leit og/eða haldi á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit[...].Hið rétta er að FME hefur heimildir skv. 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, til að beita umræddum heimildum gagnvart fjármálafyrirtækjunum sjálfum eða lögaðilum sem þeim tengjast, en ekki gagnvart einstaklingum”. Í fréttatilkynningunni er áréttað að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með eigendum virkra eignarhluta samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. VI. og VIII. kafla laganna. Með virkum eignarhlut samkvæmt 2. mgr. 40. gr. laganna er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemur 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. sömu laga ber aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki að leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Samkvæmt 2. mgr. 107. gr. laganna getur Fjármálaeftirlitið krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum sem eiga eða hyggjast eignast eða fara með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira