Hreint land - fagurt land 27. júní 2005 00:01 Það er gaman að ferðast. Einkum er skemmtilegt að ferðast um Ísland, þetta fallega land þar sem nýtt ævintýri leynist bak við hverja hæð, hvern hól. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá, eitthvað spennandi að skoða. Sagan lifnar við hvert fótmál, sögur af landnámsmönnum, huldufólki, lífsháska, hraunflóðum og ferðalögum frumherjanna svo örfá dæmi séu nefnd. Æ fleiri kjósa að ferðast gangandi um hluta landsins, velja sér jafnvel árlega nýtt svæði og kanna þannig landið betur og betur. Hornstrandir, Víknaslóðir sunnan Borgarfjarðar, Lónsöræfi og Hvannadalshnúkur eru meðal þeirra svæða sem kallað hafa göngufólk til sín á síðustu árum. Landið okkar kallar okkur til góðra verka af ýmsum toga. En sýnum við landinu þá virðingu sem það á skilið? Sjálfsagt fer það að einhverju leyti eftir því hvað við er átt. Um hvernig virðingu er rætt? Ýmsar leiðir eru til þess að sýna landinu virðingu og jafnframt vanvirðingu. Fyrsta boðorð ferðamennskunnar, hvort sem ferðamaðurinn er gangandi, akandi, hjólandi eða ríðandi, er að taka ekkert með sér nema minningarnar og skilja ekkert eftir nema fótsporin. Sýna landinu og öðrum ferðamönnum þá virðingu að ganga vel um og hafa snyrtimennsku í fyrirrúmi. Fyrir einhverjum árum var uppi látlaus kynning og fræðsla um umgengni. "Hreint land, fagurt land". Árangur var sýnilegur. Það dró úr rusli á almannafæri, áningastaðir urðu snyrtilegri, sú undarlega árátta að fleygja rusli út um bílglugga hvarf nánast alveg. Nú virðist mér heldur hafa hallað undan fæti aftur. Kannski er það fylgifiskur þessarar svokölluðu velmegunar sem við búum við núna. Allt skal metið til fjár, allt fæst keypt og peningar koma og fara. Þar með verður allt einhvern veginn minna virði, þar á meðal umhverfi okkar og náttúra. Gallinn er bara sá að við getum ekki keypt hreina náttúru og ómengað land. Það kemur enginn annar og tekur til á tjaldstaðnum eftir okkur. Enginn hirðir upp sígarettustubbinn sem einhver skildi eftir sig í vegkantinum, matarleifar liggja og rotna og plastið fýkur um. Öllum þykir ljúft að setjast niður úti í móa með gott nesti, hlusta á árniðinn og fuglasönginn og finna ilminn af birki og lyngi. En enginn vill rekast á leifar síðustu gestakomu á slíkum áningastað. Umbúðirnar eru erfiðastar. Það er makalaust að fylgjast með öllum þessum umbúðum. Plast og aftur plast í ýmsu formi og hver hlutur þarf allt að ferns konar umbúðir til að vera söluvara. Þeir sem taka með sér mat út í náttúruna sitja uppi með umbúðir sem þeir vilja helst losna við. Eðlilega. Matarumbúðum fylgir lykt sem verður fljótlega lítt heillandi. Þá þarf að hafa í huga að ef við gátum komist með umbúðirnar, ásamt innihaldinu á tiltekinn stað, þá getum við ljóslega tekið umbúðirnar með okkur aftur til byggða þar sem þeim er fargað samkvæmt sérstökum reglum. Í ýmsum fjallaskálum er tekið við sorpi og það flokkað og síðan fargað eftir sérstökum reglum og bróðurparturinn fluttur til byggða með ærnum tilkostnaði. Í öðrum skálum er engin sorphirða og þá verða gestir sjálfir að taka með sér sitt sorp til byggða. Það gildir til dæmis almennt um alla gönguskála. Enda getum við væntanlega tekið til baka hluta af því sem við tókum með okkur á staðinn. Hluta af, vegna þess að við erum búin að borða matinn innan úr umbúðunum. Mörgum gistiskálum á hálendinu er þjónað af ótrúlegri natni og umhyggjusemi og starfið að mestu unnið í sjálfboðavinnu. Aðföng eru víða mjög erfið, jafnvel þarf að bera allt á bakinu, hreinlætisvörur, gas og annað sem þarf til að taka á móti ferðamönnum. Gestir hljóta því að sýna þessu fórnfúsa fólki þá virðingu að ganga vel um skálana, skilja ekkert eftir sem þar á ekki að vera og skilja við skálana eins og þeir vilja sjálfir koma að þeim. Jafnframt sýnum við landinu okkar og náttúrunni virðingu. Og í slíkri virðingu er jafnframt falið þakklæti, þakklæti til fólksins sem fórnar frítíma sínum og orku til þess að þjónusta skálana og þakklæti til náttúrunnar fyrir að mega njóta hennar. Kannski er þakklætið einmitt lykillinn. Ef við munum að ekkert er sjálfgefið, munum að hreint loft og tært vatn er ekki sjálfgefið, þaðan af síður hreint umhverfi, góð heilsa, vinátta og svo mætti lengi telja, ef við munum að ekkert af þessu er sjálfgefið og við eigum ekki kröfu til eins né neins, heldur munum að auðsýna þakklæti þá er líklegt að við göngum betur um þær gjafir sem okkur eru gefnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er gaman að ferðast. Einkum er skemmtilegt að ferðast um Ísland, þetta fallega land þar sem nýtt ævintýri leynist bak við hverja hæð, hvern hól. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá, eitthvað spennandi að skoða. Sagan lifnar við hvert fótmál, sögur af landnámsmönnum, huldufólki, lífsháska, hraunflóðum og ferðalögum frumherjanna svo örfá dæmi séu nefnd. Æ fleiri kjósa að ferðast gangandi um hluta landsins, velja sér jafnvel árlega nýtt svæði og kanna þannig landið betur og betur. Hornstrandir, Víknaslóðir sunnan Borgarfjarðar, Lónsöræfi og Hvannadalshnúkur eru meðal þeirra svæða sem kallað hafa göngufólk til sín á síðustu árum. Landið okkar kallar okkur til góðra verka af ýmsum toga. En sýnum við landinu þá virðingu sem það á skilið? Sjálfsagt fer það að einhverju leyti eftir því hvað við er átt. Um hvernig virðingu er rætt? Ýmsar leiðir eru til þess að sýna landinu virðingu og jafnframt vanvirðingu. Fyrsta boðorð ferðamennskunnar, hvort sem ferðamaðurinn er gangandi, akandi, hjólandi eða ríðandi, er að taka ekkert með sér nema minningarnar og skilja ekkert eftir nema fótsporin. Sýna landinu og öðrum ferðamönnum þá virðingu að ganga vel um og hafa snyrtimennsku í fyrirrúmi. Fyrir einhverjum árum var uppi látlaus kynning og fræðsla um umgengni. "Hreint land, fagurt land". Árangur var sýnilegur. Það dró úr rusli á almannafæri, áningastaðir urðu snyrtilegri, sú undarlega árátta að fleygja rusli út um bílglugga hvarf nánast alveg. Nú virðist mér heldur hafa hallað undan fæti aftur. Kannski er það fylgifiskur þessarar svokölluðu velmegunar sem við búum við núna. Allt skal metið til fjár, allt fæst keypt og peningar koma og fara. Þar með verður allt einhvern veginn minna virði, þar á meðal umhverfi okkar og náttúra. Gallinn er bara sá að við getum ekki keypt hreina náttúru og ómengað land. Það kemur enginn annar og tekur til á tjaldstaðnum eftir okkur. Enginn hirðir upp sígarettustubbinn sem einhver skildi eftir sig í vegkantinum, matarleifar liggja og rotna og plastið fýkur um. Öllum þykir ljúft að setjast niður úti í móa með gott nesti, hlusta á árniðinn og fuglasönginn og finna ilminn af birki og lyngi. En enginn vill rekast á leifar síðustu gestakomu á slíkum áningastað. Umbúðirnar eru erfiðastar. Það er makalaust að fylgjast með öllum þessum umbúðum. Plast og aftur plast í ýmsu formi og hver hlutur þarf allt að ferns konar umbúðir til að vera söluvara. Þeir sem taka með sér mat út í náttúruna sitja uppi með umbúðir sem þeir vilja helst losna við. Eðlilega. Matarumbúðum fylgir lykt sem verður fljótlega lítt heillandi. Þá þarf að hafa í huga að ef við gátum komist með umbúðirnar, ásamt innihaldinu á tiltekinn stað, þá getum við ljóslega tekið umbúðirnar með okkur aftur til byggða þar sem þeim er fargað samkvæmt sérstökum reglum. Í ýmsum fjallaskálum er tekið við sorpi og það flokkað og síðan fargað eftir sérstökum reglum og bróðurparturinn fluttur til byggða með ærnum tilkostnaði. Í öðrum skálum er engin sorphirða og þá verða gestir sjálfir að taka með sér sitt sorp til byggða. Það gildir til dæmis almennt um alla gönguskála. Enda getum við væntanlega tekið til baka hluta af því sem við tókum með okkur á staðinn. Hluta af, vegna þess að við erum búin að borða matinn innan úr umbúðunum. Mörgum gistiskálum á hálendinu er þjónað af ótrúlegri natni og umhyggjusemi og starfið að mestu unnið í sjálfboðavinnu. Aðföng eru víða mjög erfið, jafnvel þarf að bera allt á bakinu, hreinlætisvörur, gas og annað sem þarf til að taka á móti ferðamönnum. Gestir hljóta því að sýna þessu fórnfúsa fólki þá virðingu að ganga vel um skálana, skilja ekkert eftir sem þar á ekki að vera og skilja við skálana eins og þeir vilja sjálfir koma að þeim. Jafnframt sýnum við landinu okkar og náttúrunni virðingu. Og í slíkri virðingu er jafnframt falið þakklæti, þakklæti til fólksins sem fórnar frítíma sínum og orku til þess að þjónusta skálana og þakklæti til náttúrunnar fyrir að mega njóta hennar. Kannski er þakklætið einmitt lykillinn. Ef við munum að ekkert er sjálfgefið, munum að hreint loft og tært vatn er ekki sjálfgefið, þaðan af síður hreint umhverfi, góð heilsa, vinátta og svo mætti lengi telja, ef við munum að ekkert af þessu er sjálfgefið og við eigum ekki kröfu til eins né neins, heldur munum að auðsýna þakklæti þá er líklegt að við göngum betur um þær gjafir sem okkur eru gefnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun