Ekkert stofnfé hafi verið selt 25. júní 2005 00:01 Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Fréttastofa Bylgjunnar hringdi í Pál í morgun en hann hafnaði viðtali. Spurður um hvort stofnfjáreigendum hefði verið gert tilboð í bréf sín svaraði Páll að hann vissi ekki til þess. Í yfirlýsingu hans kemur fram að það sé vilji þeirra manna sem tóku við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hinn 20. apríl síðastliðinn að fjölga stofnfjáraðilum. Til þess þurfi hins vegar 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðilahópnum. Það hafi jafnframt verið afstaða hinnar nýju stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Berist slík beiðni verði hún að sjálfsögðu tekin fyrir og fullnægi hún skilyrðum laga muni sitjandi stjórn væntanlega taka hana til greina. Vakin er athygli á því að viðskipti með stofnfé í nokkrum öðrum sparisjóðum hafi verið fjörleg, til að mynda hafi meira en helmingur alls stofnfjár í SPRON skipt um eigendur á allra síðustu misserum. Segir Páll í yfirlýsingunni ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar áhuga. Stjórnin telji það af hinu góða ef öflugir fjárfestar hafi áhuga fyrir sparisjóðnum og séu reiðubúnir til að fjárfesta í stofnfé hans. Sparisjóðurinn þurfi á því að halda að nýir og öflugir einstaklingar komi að stjórn sjóðsins og rekstri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Fréttastofa Bylgjunnar hringdi í Pál í morgun en hann hafnaði viðtali. Spurður um hvort stofnfjáreigendum hefði verið gert tilboð í bréf sín svaraði Páll að hann vissi ekki til þess. Í yfirlýsingu hans kemur fram að það sé vilji þeirra manna sem tóku við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hinn 20. apríl síðastliðinn að fjölga stofnfjáraðilum. Til þess þurfi hins vegar 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðilahópnum. Það hafi jafnframt verið afstaða hinnar nýju stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Berist slík beiðni verði hún að sjálfsögðu tekin fyrir og fullnægi hún skilyrðum laga muni sitjandi stjórn væntanlega taka hana til greina. Vakin er athygli á því að viðskipti með stofnfé í nokkrum öðrum sparisjóðum hafi verið fjörleg, til að mynda hafi meira en helmingur alls stofnfjár í SPRON skipt um eigendur á allra síðustu misserum. Segir Páll í yfirlýsingunni ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar áhuga. Stjórnin telji það af hinu góða ef öflugir fjárfestar hafi áhuga fyrir sparisjóðnum og séu reiðubúnir til að fjárfesta í stofnfé hans. Sparisjóðurinn þurfi á því að halda að nýir og öflugir einstaklingar komi að stjórn sjóðsins og rekstri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent