San Antonio NBA meistarar 24. júní 2005 00:01 Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák). NBA Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák).
NBA Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira