San Antonio NBA meistarar 24. júní 2005 00:01 Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák). NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Þetta var lægsta stigaskor í sjöunda leik úrslitanna í sögunni, en vel mátti reikna með að hart yrði barist í þessum leik, þar sem saman voru komin bestu varnarlið deildarinnar og allt var undir. Eflaust hefur farið um marga i SBC Center í gær þegar Detroit náði ágætis forskoti í þriðja leikhlutanum og Tim Duncan misnotaði hvert skotið á fætur öðru. Hann hristi þó af sér slenið, skoraði 25 stig og var gríðarlega öflugur á lokakaflanum. David Robinson, fyrrum félagi hans hjá San Antonio og einn af betri miðherjum í sögu deildarinnar átti ekki til orð til að lýsa Duncan eftir að titillinn var í höfn, en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja sinn á ferlinum. "Tim sýndi að hann gat ekki bara staðist pressuna, heldur spilað frábærlega undir pressu. Margir iþróttamenn hefðu látið undan þessari pressu, en hann sýndi ótrúlegan karakter í að leiða liðið til sigurs. Ég er svo stoltur af honum og mér fannst hann stimpla sig endanlega inn sem einn allra besti kraftframherji sögunnar," sagði Robinson. Manu Ginobili var einnig frábær í gær og skoraði 23 stig. Hann hafði átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum eins og flestir í San Antonio liðinu, því vörn Detroit var eins góð og sést hefur í úrslitum NBA. Tim Duncan tók ofan fyrir Argentínumanninum og hrósaði honum. "Ég held að við höfum enn ekki séð nema brot af því sem hann getur. Hann á eftir að halda áfram að vaxa sem leikmaður og við eigum eftir að halda áfram að vaxa í kring um hann," sagði Duncan, sem var kannski óljóst að gefa til kynna að þess verði ekki langt að bíða að Ginobili verði leiðtogi liðsins. "Við sigruðum ótrúlegt lið í þessu einvígi, ég veit ekki hvernig í andskotanum við fórum að því, en það tókst," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Ég er alveg jafn stoltur af liðinu mínu í ár eins og þegar við unnum í fyrra," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem líklega var að þjálfa liðið í síðasta sinn. Detroit liðið hefur verið frábært í úrslitakeppninni í ár og hefur náð lengra en nokkur þorði að vona. Karakterinn í liðinu er ótrúlegur og það náði hvað eftir annað að vinna sig út úr vandræðum með baráttu og góðum varnarleik. DETROITSAN ANTONIOStig7481Skot-skot reynd,%31-74 (.419)29-68 (.426)3ja stiga skot-skot reynd,%2-14 (.143)7-11 (.636)Víti-víti reynd10-14 (.714)16-19 (.842)Fráköst (í sókn/heildar)8-348-38Stoðsendingar1714Tapaðir boltar613Stolnir84Varin skot67Stig úr hraðaupphlaupum84Villur (tækni/ásetnings)24 (0/0)20 (0/0)Mesta forysta í leik98Atkvæðamestir hjá Detroit: Richard Hamilton 15 stig (8 frák), Chauncey Billups 13 stig (8 stoðs), Ben Wallace 12 stig (11 frák), Rasheed Wallace 11 stig, Antonio McDyess 10 stig (7 frák), Tayshaun Prince 9, Lindsay Hunter 4 stig.Atkvæðamestir í liði San Antonio: Tim Duncan 25 stig (11 frák), Manu Ginobili 23 stig (5 frák, 4 stoðs), Robert Horry 15 stig (5 frák), Tony Parker 8 stig, Bruce Bowen 5 stig (4 frák), Brent Barry 5 stig (4 frák).
NBA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira