Fótbolti

Karó­lína Lea því miður of snemma í jóla­frí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilar ekki fleiri leiki með Internazionale á þessu ári en hún glímir við tognun aftan í læri.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilar ekki fleiri leiki með Internazionale á þessu ári en hún glímir við tognun aftan í læri. Getty/Francesco Scaccianoce

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á árinu 2025.

Karólína sagði frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum sínum.

@karolinaleaa

„Vegna tognunar aftan í læri þá mun ég því miður ekki getað spilað lokaleikinn á árinu,“ skrifaði Karólína Lea.

„Endurhæfing og svo sjáumst við bara á næsta ári,“ skrifaði Karólína.

Hún bætti síðan við í annarri færslu:

„Spennt fyrir næsta ári með báðum liðunum mínum,“ skrifaði Karólína og birti myndir af sér í leikjum með íslenska landsliðinu og Internazionale.

Karólína Lea hefur leikið sex leiki með Internazionale á þessu tímabili í Seríu A í ár þar af fjóra í byrjunarliðinu. Hún hefur ekki skorað mark en er búin að gefa þrjár stoðsendingar.

Karólína hefur þegar misst af þremur deildarleikjum og missir af þessum lokaleik sem er á móti Como í bikarnum um komandi helgi.

Inter er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar eins og stendur.

Karólína var markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á árinu 2025 með fimm mörk í fjórtán leikjum. Hún skoraði marki meira en Sveindís Jane Jónsdóttir.

Karólína gaf einnig fjórar stoðsendingar og fiskaði eitt víti sem gaf mark og kom alls með beinum hætti að tíu mörkum íslenska landsliðsins á árinu 2025.

@karolinaleaa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×