Er markaður fyrir skárri pólitík? 21. júní 2005 00:01 Ég varð fyrir þeirri óvanalegu reynslu um daginn að hlusta á mann sem hafði eitthvað gott að segja um stjórnmálamenn. Maðurinn tók svo sem ekki stórt upp í sig, sagði ekki annað en að hollenskir stjórnmálamenn væru líklega að ýmsu leyti skárri en starfsbræður þeirra víðast í álfunni. Það er að vísu ekkert mark takandi á þeim, sagði hann, en kerfið hjá okkur er þannig að menn komast ekki upp með alveg sömu kerfisbundnu spillinguna og óheiðarleikann og víðast annars staðar. Það var raunar mat þessa manns að einn stærsti kostur hollenskra stjórnmálamanna væri sá að einungis þeir allra vitlausustu þeirra héldu að almenningur bæri snefil af virðingu fyrir stétt stjórnmálamanna. Þetta var kvöldið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Hollandi og ekki annars von en að stjórnmálin væru mönnum hugleikin. Allir sem þarna voru ætluðu að greiða atkvæði gegn stjórnarskrá Evrópusambandsins. Allir voru þó einlægir Evrópusinnar. Enginn efaðist um hugsjónirnar sem lágu til grundvallar stjórnarskránni en allir fordæmdu hugarfarið og vinnubrögðin sem einkenndu tilurð hennar. Þekkja menn ekki sama ástand í mörgum greinum þjóðmála í evrópskum þjóðfélögum nær og fjær? Einn andstæðingur stjórnarskrárinnar sagði á þá leið í sjónvarpi að virðing fyrir kjósendum og hinum almenna manni ætti að vera hornsteinn Evrópusamrunans. Hvergi örlaði á slíkri virðingu í öllum aðdraganda stjórnarskrármálsins. Stjórnarskránin sjálf reyndist líka aukaatriði í umræðunum um hana. Aðalatriðið var gjáin á milli stjórnmálamanna og kjósenda sem ónýtti allt traust, alla virðingu og þar með sjálfan grunninn. Á það hefur oft verið bent að undanförnu að virðing almennings fyrir stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum er orðin svo lítil í flestum lýðræðisríkjum að lýðræðinu sjálfu stafar ógn af. Þessi hætta birtist með ólíkum hætti í ólíkum ríkjum. Bandaríkin eru kapítuli út af fyrir sig og ekki til umræðu hér en í Evrópu má alls staðar sjá merki um djúpstætt og vaxandi virðingarleysi almennings fyrir stjórnmálamönnum. Menn hafa auðvitað alltaf talað illa um stjórnmálamenn og haft lítið traust á flestum þeirra en á síðustu árum virðist sú tilfinning hafa grafið um sig að stjórnmálamenn myndi sína eigin stétt með sína eigin hagsmuni sem stundum kljúfast og stundum fara saman en ganga oft þvert á hagsmuni samfélagsins. Það er ekki aðeins á Íslandi að þeirri skoðun hefur vaxið fylgi að mörgum stjórnmálaflokkum sé best lýst sem misflóknum og stundum afar einföldum hagsmunaklíkum. Á þessu eru vafalítið margar skýringar. Ein er sú að dregið hefur úr hugmyndafræðilegum átökum í stjórnmálum. Önnur skyld skýring er sú að með hnattvæðingu viðskipta og frelsi fjármagnsmarkaða hafi möguleikar til stefnumótunar minnkað en þarfir fyrir faglegt og ópólitískt eftirlit aukist. Aflvaka nánast allra breytinga í atvinnulífi og þjóðfélagi er nú að finna utan einstakra ríkja sem eru staðbundin pólitísk kerfi í alþjóðavæddum heimi. Þetta krefst aðlögunar að flóknum veruleika. Þriðju skýringuna er líklega að finna í því að stjórnmálamenn eru illa í stakk búnir til að sinna þeim hlutverkum sem þessi nýi veruleiki krefst. Þeir eru yfirleitt ekki sérfræðingar í neinu af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í sumum löndum að minnsta kosti er menntun þeirra ekki meiri en gengur og gerist á meðal almennings. Í öllum mikilvægum tilvikum má finna stóran hóp fólks utan stjórnmálaheimsins sem hefur miklu meiri þekkingu og skilning á viðkomandi viðfangsefni en stjórnmálamennirnir sjálfir. Með þessum breytingum hafa þarfir fyrir einfalt pólitískt mat minnkað en kröfur um skilning á flóknum viðfangsefnum vaxið. Það þýðir hins vegar ekki að viðfangsefnin séu að verða ópólitísk. Stjórnmálamenn víða um Evrópu, og ekki aðeins á Íslandi, virðast hins vegar æ oftar falla á milli skips og bryggju. Þeir eru hvorki trúverðugir talsmenn sígildra viðmiða né heldur traustvekjandi túlkendur hins alþjóðlega og almenna inn í staðbundinn og sérstakan heim. Í Evrópu má greina tvenns konar viðbrögð við þessu að undanförnu, annars vegar aukið fylgi við öfgastefnur og hins vegar kröfur um beinna lýðræði. Það er augljóslega markaður fyrir einfaldar lausnir í pólitík en það bendir líka ýmislegt til að markaður sé til fyrir flóknari lausnir sem opna stjórnmálaheiminn fyrir almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Ég varð fyrir þeirri óvanalegu reynslu um daginn að hlusta á mann sem hafði eitthvað gott að segja um stjórnmálamenn. Maðurinn tók svo sem ekki stórt upp í sig, sagði ekki annað en að hollenskir stjórnmálamenn væru líklega að ýmsu leyti skárri en starfsbræður þeirra víðast í álfunni. Það er að vísu ekkert mark takandi á þeim, sagði hann, en kerfið hjá okkur er þannig að menn komast ekki upp með alveg sömu kerfisbundnu spillinguna og óheiðarleikann og víðast annars staðar. Það var raunar mat þessa manns að einn stærsti kostur hollenskra stjórnmálamanna væri sá að einungis þeir allra vitlausustu þeirra héldu að almenningur bæri snefil af virðingu fyrir stétt stjórnmálamanna. Þetta var kvöldið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Hollandi og ekki annars von en að stjórnmálin væru mönnum hugleikin. Allir sem þarna voru ætluðu að greiða atkvæði gegn stjórnarskrá Evrópusambandsins. Allir voru þó einlægir Evrópusinnar. Enginn efaðist um hugsjónirnar sem lágu til grundvallar stjórnarskránni en allir fordæmdu hugarfarið og vinnubrögðin sem einkenndu tilurð hennar. Þekkja menn ekki sama ástand í mörgum greinum þjóðmála í evrópskum þjóðfélögum nær og fjær? Einn andstæðingur stjórnarskrárinnar sagði á þá leið í sjónvarpi að virðing fyrir kjósendum og hinum almenna manni ætti að vera hornsteinn Evrópusamrunans. Hvergi örlaði á slíkri virðingu í öllum aðdraganda stjórnarskrármálsins. Stjórnarskránin sjálf reyndist líka aukaatriði í umræðunum um hana. Aðalatriðið var gjáin á milli stjórnmálamanna og kjósenda sem ónýtti allt traust, alla virðingu og þar með sjálfan grunninn. Á það hefur oft verið bent að undanförnu að virðing almennings fyrir stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum er orðin svo lítil í flestum lýðræðisríkjum að lýðræðinu sjálfu stafar ógn af. Þessi hætta birtist með ólíkum hætti í ólíkum ríkjum. Bandaríkin eru kapítuli út af fyrir sig og ekki til umræðu hér en í Evrópu má alls staðar sjá merki um djúpstætt og vaxandi virðingarleysi almennings fyrir stjórnmálamönnum. Menn hafa auðvitað alltaf talað illa um stjórnmálamenn og haft lítið traust á flestum þeirra en á síðustu árum virðist sú tilfinning hafa grafið um sig að stjórnmálamenn myndi sína eigin stétt með sína eigin hagsmuni sem stundum kljúfast og stundum fara saman en ganga oft þvert á hagsmuni samfélagsins. Það er ekki aðeins á Íslandi að þeirri skoðun hefur vaxið fylgi að mörgum stjórnmálaflokkum sé best lýst sem misflóknum og stundum afar einföldum hagsmunaklíkum. Á þessu eru vafalítið margar skýringar. Ein er sú að dregið hefur úr hugmyndafræðilegum átökum í stjórnmálum. Önnur skyld skýring er sú að með hnattvæðingu viðskipta og frelsi fjármagnsmarkaða hafi möguleikar til stefnumótunar minnkað en þarfir fyrir faglegt og ópólitískt eftirlit aukist. Aflvaka nánast allra breytinga í atvinnulífi og þjóðfélagi er nú að finna utan einstakra ríkja sem eru staðbundin pólitísk kerfi í alþjóðavæddum heimi. Þetta krefst aðlögunar að flóknum veruleika. Þriðju skýringuna er líklega að finna í því að stjórnmálamenn eru illa í stakk búnir til að sinna þeim hlutverkum sem þessi nýi veruleiki krefst. Þeir eru yfirleitt ekki sérfræðingar í neinu af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í sumum löndum að minnsta kosti er menntun þeirra ekki meiri en gengur og gerist á meðal almennings. Í öllum mikilvægum tilvikum má finna stóran hóp fólks utan stjórnmálaheimsins sem hefur miklu meiri þekkingu og skilning á viðkomandi viðfangsefni en stjórnmálamennirnir sjálfir. Með þessum breytingum hafa þarfir fyrir einfalt pólitískt mat minnkað en kröfur um skilning á flóknum viðfangsefnum vaxið. Það þýðir hins vegar ekki að viðfangsefnin séu að verða ópólitísk. Stjórnmálamenn víða um Evrópu, og ekki aðeins á Íslandi, virðast hins vegar æ oftar falla á milli skips og bryggju. Þeir eru hvorki trúverðugir talsmenn sígildra viðmiða né heldur traustvekjandi túlkendur hins alþjóðlega og almenna inn í staðbundinn og sérstakan heim. Í Evrópu má greina tvenns konar viðbrögð við þessu að undanförnu, annars vegar aukið fylgi við öfgastefnur og hins vegar kröfur um beinna lýðræði. Það er augljóslega markaður fyrir einfaldar lausnir í pólitík en það bendir líka ýmislegt til að markaður sé til fyrir flóknari lausnir sem opna stjórnmálaheiminn fyrir almenningi.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun