Gæti orðið erfitt að slá Einar út 7. júní 2005 00:01 Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20. Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20.
Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira