Erlent

Kínverjar ritskoða bloggsíður

Stjórnvöld í Kína hyggjast taka upp sérstakt eftirlit með bloggsíðum og umræðuvefjum. Opinberrar skráningar vefsíðna hefur lengi verið krafist í Kína. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu nú ákveðið að bloggsíður skyldu einnig lúta ríkisvaldi. Kínverska upplýsingaráðuneytið segir að þjónustur sem halda úti bloggsíðum verði nú að skrá allar persónuupplýsingar þeirra sem rita bloggið. Verði misbrestur á skráningu liggja við háar sektir. Allar blogg- og vefsíður þarf að skrá fyrir lok mánaðarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×