Bankamenn óttast um störf sín 13. október 2005 19:18 Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu ef Straumur nær yfirráðum í Íslandsbanka og ítök Landsbankans aukast. Viðskiptafræðingur við Háskóla Íslands segir Landsbankann reyna að ná yfirráðum í bankanum í gegnum Straum. Þar á bæ segja menn hins vegar ítök Landsbankans einungis grýlu sem núverandi meirihluti Íslandsbanka noti til að tryggja eigin hagsmuni. Eigendur Landsbankans eru áhrifamiklir i í Straumi og þótt ekki yrði að eiginlegri sameiningu bankanna tveggja telja margir að áhrifa Landsbanka komi til með að gæta mikið við stjórn Íslandsbanka, nái Straumur undirtökunum, og það dregið úr samkeppni. Bent er á að KB banki hafi orðið sterka stöðu í Spron og eigi auk þess óbeint stóran hlut í Sparisjóði Keflavíkur gegnum Keflavíkurverktaka. Minni samkeppni þýði hærri gjöld fyrir almenning, meðan stærri fyrirtæki geti leitað annað. Vilhjálmur Bjarnason, viðkiptafræðingur við Háskóla Íslands, segir Landsbanakann fyrst og fremst heilann á bak við þessi kaup og að með þeim verði samþjöppun á bankamarkaði. Straumur sé nefnilega framhandleggurinn á Landsbankanum og hann muni því stækka. Heimildarmaður innan Straums sem ekki vildi láta nafn síns getið sagði að Landsbankinn hefði aldrei skipt sér af Straumi og það stæði ekki til. Áhrif Landsbankans í Straumi væru eingöngu notuð sem grýla af núverandi meirihluta bankans til að verja hendur sínar og eigin hagsmuni. Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna, segist hafa miklar áhyggjur af því að störfum úti á landi fækki mikið og sumstaðar í Reykjavík, ef samþjöppun verður meiri. Útibúastarfsemi hafi dregist saman á undanförnum árum og Landsbankinn hafi lokað mörgum af afgreiðslustöðvum sínum. Á móti komi ný störf vegna nýrra verkefna og útrásar en bankamönnum hafi fjölgað aftur frá því sem var þegar hagræðingin stóð sem hæst. Forstjóri og stjórnarformaður Íslandsbanka og fimm aðrir stjórnendur gerðu í vikunni framvirkan samning við Jón Helga Guðmundsson um ríflega þriggja milljarða hlut í Íslandsbanka til að styrkja stöðu núverandi meirihluta. Heimildarmenn fréttastofu fullyrða að það hafi átt að fjármagna með láni frá bankanum, hver sem endanleg niðurstaða verði. Lánið hefur ekki verið borið undir bankaráð en það kemur saman 4. júlí, sama dag og greiðslan fyrir bréfin verður innt að hendi. Fyrirhuguð sala Steinunnar Jónsdóttur á rúmlega fjögurra prósenta hlut í bankanum gæti styrkt stöðu Straums, og fjárfesta sem eru hliðhollir þeim, verulega og breytt valdahlutföllum í bankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira