Útiloka ekki frekari fjárfestingar 31. maí 2005 00:01 Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira