Miami 2 - Detroit 1 30. maí 2005 00:01 Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig. NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig.
NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira