Miami 2 - Detroit 1 30. maí 2005 00:01 Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Dwayne Wade ætlaði að halda uppteknum hætti gegn Detroit í úrslitakeppninni og hann skoraði 20 stig í fyrri hálfleiknum. Hann hitti mjög vel og Detroit réði ekkert við hann þegar hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Shaquille O´Neal var einnig sterkur framan af leik. Í síðari hálfleiknum lentu margir af leikmönnum liðanna í villuvandræðum og Detroit kom sér í prýðilega aðstöðu til að gera út um leikinn undir lokin, þegar Wade þurfti að setjast á bekkinn með fimm villur. Þeir lentu hinsvegar í miklum vandræðum í sóknarleiknum og gátu ekki skorað þegar þeir þurftu á því að halda, sem fór mjög í taugarnar á þeim. Rasheed Wallace og Chauncey Billups nældu sér í tæknivillur fyrir að röfla í dómurunum og Eddie Jones stóð sig eins og hetja í sóknarleik Miami, sem nýtti vítin sín í lokin og landaði mikilvægum sigri. "Við hrundum bara í lokin og núna er allt of mikilvægur tími til að vera að detta svona niður í lokin. Við létum litla hluti í dómgæslunni fara í taugarnar á okkur og það var okkur dýrt. Við erum allt of gott lið til að vera að haga okkur svona" sagði Richard Hamilton sem var stigahæstur heimamanna í leiknum. "Við misstum okkur þarna í lokin og eyðilögðum tækifærið sem við fengum til að vinna leikinn," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem nú er sterklega orðaður við framkvæmdastjórastöðuna hjá Cleveland Cavaliers. Shaquille O´Neal lauk leik með 24 stig og hitti óvænt úr öllum sex vítaskotum sínum í fjórða leikhlutanum þegar allt var undir. "Ég er að skána af meiðslunum með hverjum leiknum sem líður," sagði O´Neal, sem er enn langt frá fullri heilsu. "Félagar mínir eru eins og vinnubýflugur að vernda kónginn sinn. Ég er kóngabýfluga, ekki drottningarbýfluga," sagði hinn ofur-heimspekilegi O´Neal eftir leikinn. "Shaq var frábær í kvöld. Ég sagði honum fyrir leikinn að við þyrftum á honum að halda og það stóð ekki á því. Hann hjálpaði okkur að koma í þetta óvinveitta umhverfi og stela sigrinum, þrátt fyrir meiðsli. Þetta lýsir honum vel sem leikmanni," sagði Dwayne Wade um félaga sinn. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 33 stig, Tayshaun Prince 18 stig, Chauncey Billups 18 stig (6 frák), Rasheed Wallace 13 stig (8 frák), Antonio McDyess 9 stig (6 frák), Ben Wallace 8 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 36 stig (7 frák), Shaquille O´Neal 24 stig (6 frák, 5 stoðs), Eddie Jones 19 stig, Rashual Butler 9 stig, Damon Jones 8 stig (7 frák, 5 stoðs), Keyon Dooling 7 stig, Udonis Haslem 6 stig.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira