Bakkavör stærst í kældum matvælum 27. maí 2005 00:01 Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira