Segir samkeppni hafa minnkað 13. október 2005 19:15 Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra. Innlent Viðskipti Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra.
Innlent Viðskipti Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira