Viðskipti innlent

Vísitalan lækkaði um 0,5%

Samræmd vísitala neysluverðs fyrir Ísland var 129,2 stig í apríl og lækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði, aðallega vegna mikillar samkeppni á dagvörumarkaði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum var 117,5 stig í apríl og hækkaði um 0,4% frá mars. Frá apríl 2004 til sama tíma ársins 2005 mældist verðbólga 1,6% á Íslandi, en 2,1% að meðaltali, bæði í ríkjum EES og á evrusvæðinu. Mesta verðbólga á EES-svæðinu nam 7,1% í Lettlandi en hún var minnst í Svíþjóð, 0,4%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×