Almenningur ekki einn um sérkjör 19. maí 2005 00:01 Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá. Almenningur ehf. hefur gert samning við einn hóp fjárfesta um að almennir íslenskir borgarar fái færi á að kaupa samtals 30 prósenta hlut í Símanum innan hálfs árs frá sölu hans, hreppi sá hópur hnossið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að annar hópur sem gert hefur tilboð í Símann ætli að bjóða hinum almenna borgara ekki síðri samning en Almenningur ehf. hefur gert við sinn hóp. En hverju hefur Almenningur ehf. með Agnesi Bragadóttur og Orra Vigfússon í fararbroddi náð fram umfram það sem er í útboðsskilmálum um söluna? Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni segir að biðtími almennings eftir að fá að kaupa í Símanum hafi styst mikið og búið sé að tryggja að kaupverðið á hlut verði það sama og kaupendur Símans fá hann á. Í útboðsskilmálum frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu var tryggt að hinum almenna borgara yrði boðinn til kaups 30 prósenta hlutur í Símanum innan tveggja ára. Tvö ár eru hins vegar langur tími í viðskiptum og þykir því betra ef hluturinn sem almenningi býðst kemur fyrr á markað. Þá þykir einnig gott að hluturinn verði seldur á sambærilegu verði og fjárfestarnir kaupa á. En er fullnaðarsigur unnin eins og Agnes Bragadóttir orðaði það? Jafet segist mundu kalla þetta áfangasigur vegna þess að menn viti ekki hver muni hreppa hnossið. Almenningur hafi alla vega komið sér í gott lið með sterkum fjárfestum þannig að líkurnar séu meiri en minni á að hann verði valinn. Jafet segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi boðið í Símann. Almennt hafi menn talið að hóparnir yrðu 7-8 en þeir hafi reynst 14 sem bendi til þess að í hópnum séu 6-7 erlendir aðilar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá. Almenningur ehf. hefur gert samning við einn hóp fjárfesta um að almennir íslenskir borgarar fái færi á að kaupa samtals 30 prósenta hlut í Símanum innan hálfs árs frá sölu hans, hreppi sá hópur hnossið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að annar hópur sem gert hefur tilboð í Símann ætli að bjóða hinum almenna borgara ekki síðri samning en Almenningur ehf. hefur gert við sinn hóp. En hverju hefur Almenningur ehf. með Agnesi Bragadóttur og Orra Vigfússon í fararbroddi náð fram umfram það sem er í útboðsskilmálum um söluna? Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni segir að biðtími almennings eftir að fá að kaupa í Símanum hafi styst mikið og búið sé að tryggja að kaupverðið á hlut verði það sama og kaupendur Símans fá hann á. Í útboðsskilmálum frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu var tryggt að hinum almenna borgara yrði boðinn til kaups 30 prósenta hlutur í Símanum innan tveggja ára. Tvö ár eru hins vegar langur tími í viðskiptum og þykir því betra ef hluturinn sem almenningi býðst kemur fyrr á markað. Þá þykir einnig gott að hluturinn verði seldur á sambærilegu verði og fjárfestarnir kaupa á. En er fullnaðarsigur unnin eins og Agnes Bragadóttir orðaði það? Jafet segist mundu kalla þetta áfangasigur vegna þess að menn viti ekki hver muni hreppa hnossið. Almenningur hafi alla vega komið sér í gott lið með sterkum fjárfestum þannig að líkurnar séu meiri en minni á að hann verði valinn. Jafet segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi boðið í Símann. Almennt hafi menn talið að hóparnir yrðu 7-8 en þeir hafi reynst 14 sem bendi til þess að í hópnum séu 6-7 erlendir aðilar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira