San Antonio 3 - Seattle 2 18. maí 2005 00:01 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira
Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Sjá meira