Fjárfestar vilja almenning með 17. maí 2005 00:01 Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira