Vill byggja álver í Helguvík 14. maí 2005 00:01 MYND/E.Ól Norðurál hyggst reisa allt að 250 þúsund tonna álver á iðnaðarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja í nokkrar vikur. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að álver af þessari stærðargráðu muni hafa mikla þýðingu fyrir Suðurnesin. Ef niðurstöður umhverfisathugana og orkuöflunar reynist jákvæðar sé ekkert að vanbúnaði en auðvitað sé slík vinna fram undan áður en skýr ákvörðun liggi fyrir. Það sé ekkert vafamála að þetta verkefni yrði gríðarlegur styrkur fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir því það myndi stuðla að fleiri og fjölþættari störfum á svæðinu. Um leið muni stór hluti þeirrar umhverfisvænu orku sem verði til á Reykjanesinu nýtast svæðinu. Árni segir að áhersla á Helguvík sem vænlegan kost muni skila sér margfalt til baka í framtíðinni og ef þetta verkefni komi í kjölfar undirbúnings FL Group á að flytja allt eldsneyti í gegnum Helguvík þá sé ekki hægt að segja annað en að Suðurnesjamenn séu afar vel settir. Árni leggur áherslu á að Norðurál sé viðurkennt á heimsvísu hvað varðar mengunarvarnir og öryggi starfsmanna. Mikla orku þarf til að keyra álver af þessari stærð áfram og hefur Hitaveita Suðurnesja tekið þátt í undirbúningi. Árni segir að rætt sé um 150-250 þúsund tonna álver í Helguvík en til samanburðar má geta að álverið á Grundartanga er 90 þúsund tonn. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að það sé vilji stjórnvalda að næsta álver rísi á Norðurlandi. Aðspurður hvernig hann telji að stjórnvöld taki viljayfirlýsingunni um uppbyggingu álvers í Helguvík segir Árni að hann voni að það verði góð sátt um verkefnið. Menn hafi farið vel yfir góða staði á Suðvesturlandi og Helguvík þyki vænlegust. Þá sé á svæðinu orkufyrirtæki sem vinni orku á mjög hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Þarna fari saman miklir kostir og hann trúi ekki öðru en að allir fagni því að þeir geti nýst ef öll umhverfisskilyrði séu sett rétt fram. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Fréttatilkynning 14.maí 2005Áhugi á að reisa álver í Helguvík - Samkomulag undirritað um að kanna möguleikaFulltrúar Norðuráls ehf. á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja hf. undirrituðu í gær samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar.Í framhaldi af undirritun samkomulagsins mun strax fara af stað frekari könnun á orkuöflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir álver í Helguvík. Verði niðurstaða slíkra athugana jákvæð, er gert ráð fyrir að álframleiðsla gæti hafist Helguvík á tímabilinu frá 2010 til 2015.Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að um sé að ræða afar áhugavert sóknarfæri fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir. "Reynist niðurstöður umhverfisathugana og orkuöflunar jákvæðar, verður okkur ekkert að vanbúnaði við þetta stórverkefni. Ég ítreka þó að slík vinna er framundan áður en skýr ákvörðun liggur fyrir. Þetta verkefni yrði gríðarlegur styrkur fyrir byggðararlögin hér því það myndi stuðla að mun fleiri og fjölþættari vel launuðum störfum. Að sama skapi mun stór hluti þeirrar umhverfisvænu orku sem hér verður til, nýtast svæðinu beint. Áhersla okkar á Helguvíkursvæðið mun greinilega skila sér margfalt til baka í komandi framtíð. Þetta verkefni gæti komið í kjölfar undirbúnings FL Group við að flytja allt eldsneyti sitt í gegnum Helguvík. Samkvæmt opinberum viðurkenningum er álfyrirtækið Norðurál í hópi best reknu fyrirtækja í álvinnslu í heiminum, með tilliti til áherslu á mengunarvarnir og öryggi starfsmanna. Það verður því ánægjulegt að vinna að þróun þessa verkefnis með þeim," segir Árni. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að hlutverk Hitaveitunnar sé að tryggja næga orkuöflun fyrir verkefnið og leita samstarfs við Landsnetið um flutning raforkunnar. "Við erum nú þegar samstarfsaðili við Norðurál vegna stækkunar álversins á Grundartanga og höfum átt mjög gott samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess verkefnis. Við væntum áframhaldandi samstarfs við þá í tengslum við Helguvík, auk Landsvirkjunar og fleiri aðila. Við lítum til þessa verkefnis sem tækifæris til arðbærrar virkjunar, sem efli atvinnulífið og stækki markaðssvæði fyrirtækisins", segir Júlíus.Craig A. Davis, forstjóri og stjórnarformaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, bendir á að þetta yrði fyrsta álverið sem Century reisir frá grunni. "Við teljum að Ísland sé ákjósanlegur vettvangur til að að framfylgja þeirri stefnu okkar að auka umsvif fyrirtækisins í samkeppnishæfum áliðnaði. Við höfum verið afar ánægðir með reynslu okkar af starfseminni á Íslandi, sérstaklega áhuga og atfylgi starfsfólks og ánægjuleg samskipti við íslensk orkufyrirtæki, banka og stjórnvöld," segir Davis.Frá undirritun samkomulagsins. Sitjandi talið frá vinstri: Richard Starkweather, forstjóri Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Norðurál hyggst reisa allt að 250 þúsund tonna álver á iðnaðarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja í nokkrar vikur. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að álver af þessari stærðargráðu muni hafa mikla þýðingu fyrir Suðurnesin. Ef niðurstöður umhverfisathugana og orkuöflunar reynist jákvæðar sé ekkert að vanbúnaði en auðvitað sé slík vinna fram undan áður en skýr ákvörðun liggi fyrir. Það sé ekkert vafamála að þetta verkefni yrði gríðarlegur styrkur fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir því það myndi stuðla að fleiri og fjölþættari störfum á svæðinu. Um leið muni stór hluti þeirrar umhverfisvænu orku sem verði til á Reykjanesinu nýtast svæðinu. Árni segir að áhersla á Helguvík sem vænlegan kost muni skila sér margfalt til baka í framtíðinni og ef þetta verkefni komi í kjölfar undirbúnings FL Group á að flytja allt eldsneyti í gegnum Helguvík þá sé ekki hægt að segja annað en að Suðurnesjamenn séu afar vel settir. Árni leggur áherslu á að Norðurál sé viðurkennt á heimsvísu hvað varðar mengunarvarnir og öryggi starfsmanna. Mikla orku þarf til að keyra álver af þessari stærð áfram og hefur Hitaveita Suðurnesja tekið þátt í undirbúningi. Árni segir að rætt sé um 150-250 þúsund tonna álver í Helguvík en til samanburðar má geta að álverið á Grundartanga er 90 þúsund tonn. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að það sé vilji stjórnvalda að næsta álver rísi á Norðurlandi. Aðspurður hvernig hann telji að stjórnvöld taki viljayfirlýsingunni um uppbyggingu álvers í Helguvík segir Árni að hann voni að það verði góð sátt um verkefnið. Menn hafi farið vel yfir góða staði á Suðvesturlandi og Helguvík þyki vænlegust. Þá sé á svæðinu orkufyrirtæki sem vinni orku á mjög hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Þarna fari saman miklir kostir og hann trúi ekki öðru en að allir fagni því að þeir geti nýst ef öll umhverfisskilyrði séu sett rétt fram. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Fréttatilkynning 14.maí 2005Áhugi á að reisa álver í Helguvík - Samkomulag undirritað um að kanna möguleikaFulltrúar Norðuráls ehf. á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja hf. undirrituðu í gær samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar.Í framhaldi af undirritun samkomulagsins mun strax fara af stað frekari könnun á orkuöflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir álver í Helguvík. Verði niðurstaða slíkra athugana jákvæð, er gert ráð fyrir að álframleiðsla gæti hafist Helguvík á tímabilinu frá 2010 til 2015.Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að um sé að ræða afar áhugavert sóknarfæri fyrir Reykjanesbæ og nágrannabyggðir. "Reynist niðurstöður umhverfisathugana og orkuöflunar jákvæðar, verður okkur ekkert að vanbúnaði við þetta stórverkefni. Ég ítreka þó að slík vinna er framundan áður en skýr ákvörðun liggur fyrir. Þetta verkefni yrði gríðarlegur styrkur fyrir byggðararlögin hér því það myndi stuðla að mun fleiri og fjölþættari vel launuðum störfum. Að sama skapi mun stór hluti þeirrar umhverfisvænu orku sem hér verður til, nýtast svæðinu beint. Áhersla okkar á Helguvíkursvæðið mun greinilega skila sér margfalt til baka í komandi framtíð. Þetta verkefni gæti komið í kjölfar undirbúnings FL Group við að flytja allt eldsneyti sitt í gegnum Helguvík. Samkvæmt opinberum viðurkenningum er álfyrirtækið Norðurál í hópi best reknu fyrirtækja í álvinnslu í heiminum, með tilliti til áherslu á mengunarvarnir og öryggi starfsmanna. Það verður því ánægjulegt að vinna að þróun þessa verkefnis með þeim," segir Árni. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að hlutverk Hitaveitunnar sé að tryggja næga orkuöflun fyrir verkefnið og leita samstarfs við Landsnetið um flutning raforkunnar. "Við erum nú þegar samstarfsaðili við Norðurál vegna stækkunar álversins á Grundartanga og höfum átt mjög gott samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess verkefnis. Við væntum áframhaldandi samstarfs við þá í tengslum við Helguvík, auk Landsvirkjunar og fleiri aðila. Við lítum til þessa verkefnis sem tækifæris til arðbærrar virkjunar, sem efli atvinnulífið og stækki markaðssvæði fyrirtækisins", segir Júlíus.Craig A. Davis, forstjóri og stjórnarformaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, bendir á að þetta yrði fyrsta álverið sem Century reisir frá grunni. "Við teljum að Ísland sé ákjósanlegur vettvangur til að að framfylgja þeirri stefnu okkar að auka umsvif fyrirtækisins í samkeppnishæfum áliðnaði. Við höfum verið afar ánægðir með reynslu okkar af starfseminni á Íslandi, sérstaklega áhuga og atfylgi starfsfólks og ánægjuleg samskipti við íslensk orkufyrirtæki, banka og stjórnvöld," segir Davis.Frá undirritun samkomulagsins. Sitjandi talið frá vinstri: Richard Starkweather, forstjóri Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira