Viðskipti innlent

Sameinast undir Icelandic USA

Fyrrverandi dótturfélag SÍF, Samband of Iceland, í Bandaríkjunum er að sameinast dótturfélagi SH, Icelandic USA, í Bandaríkjunum og verða báðar verksmiðjurnar undir nafni Icelandic USA. Önnur verksmiðjan var upphaflega rekin af Sambandinu en hin undir merkjum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsa en sameiningin mun eiga sér stað þann 1. júlí næstkomandi. Gunnar Svavarsson hjá Icelandic Group segir þessa sameiningu koma til af því að Sjóvík keypti um síðustu áramót SÍF í Bandaríkjunum. Síðar var undirritaður samningur um samruna SH og Sjóvíkur, en það var í byrjun marsmánaðar. Gunnar segir fyrirtækin vera í svipuðum rekstri og því hafi legið við að samtvinna rekstur fyrirtækjanna. Friðrik Pálsson, fyrrverandi forstjóri SH, segir að sameining þessara fyrirtækja hafi verið löngu orðin tímabær. Hann segir að um sögulega og afskaplega ánægjuleg stund sé að ræða. Friðrik segir að fyrirtækin hafi vissulega verið öflugir keppinautar en hins vegar hafi samkeppnin fyrst og fremst snúist um önnur risafyrirtæki á markaðinum á sviði kjúklinga og annarra matvæla. Þá segir hann sameininguna muni styrkja stöðu fiskafurða á neytendamarkaði í Bandaríkjunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×