Detroit 1 - Indiana 1 12. maí 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák). NBA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák).
NBA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira