Þetta er bara byrjunin 12. maí 2005 00:01 Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen. Íslenski handboltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira
Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur. "Þetta er bara byrjunin. Það er von á fleiri mönnum," sagði Þorsteinn Rafn við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld. "Við erum búnir að segja það lengi að við ætluðum okkur stóra hluti en það trúði okkur enginn. Við erum að blása til sóknar." Hlutirnir gerðust hratt í Vestmannaeyjum í gær og samkvæmt heimildum íþróttadeildar var atburðarrásin lyginni líkust. Þeir Roland og Tite gengu á milli samninganefnda félaganna sem kepptust við að toppa hvert annað með gylliboðum til leikmannanna tveggja. Sjóðir Stjörnunnar virðast vera dýpri en Eyjamanna því Roland og Tite sömdu að lokum við Garðbæinga. Hinir sönnu sigurvegarar í þessu "uppboði" hljóta þó að vera Roland og Tite en þeir fengu báðir mjög góðan samning. Tite fær 9 milljónir króna í árslaun en Roland 6 samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Þessi "pakki" kostar því Stjörnuna 15 milljónir króna. "No comment," sagði Þorsteinn Rafn þegar Fréttablaðið spurði um kostnaðinn við þessi leikmannakaup. En hefur Stjarnan efni á þessum mönnum? "Já, annars hefðum við ekki farið til Eyja," sagði Þorsteinn. Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson munu þjálfa Stjörnuliði í sameiningu næsta vetur og verða með mikið mun sterkara lið í höndunum en í vetur. Þeir ætla sér að lokka fyrrum leikmenn félagsins, eins og Vilhjálm Halldórsson, heim aftur. Einnig hefur heyrst að ef Patrekur Jóhannesson komi heim úr atvinnumennsku í sumar muni hann ganga í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. "Við ætlum að fá strákana okkar heim. Það eru allir gamlir Stjörnumenn velkomnir heim aftur," sagði hinn stórhuga formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Þorsteinn Rafn Johnsen.
Íslenski handboltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira