Flokkarnir fá 295 milljónir 11. maí 2005 00:01 Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira