Flokkarnir fá 295 milljónir 11. maí 2005 00:01 Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hið opinbera styrkir stjórnmálaflokkana um 295 milljónir á ári. Þetta kom fram í nýrri skýrslu forsætisráðherra sem rædd var á Alþingi í dag en þar er ekki tekið á styrkjum fyrirtækja og einstaklinga. Skýrslan var unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði að tekið hefði tvö ár að knýja hana í gegn. Engar tölur liggja fyrir um stuðning fyrirtækja og einstaklinga í skýrslu ráðherra en fram kemur að fjárframlög til flokkana hafa aukist um sextíu prósent á síðustu fimm árum. Forsætisráðherra hefur skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna bréf og óskað eftir því að þeir tilnefni fulltrúa í nefnd sem á að endurskoða lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni segist hafa öruggar heimildir fyrir því að upplýsingar um fjárstuðning einstaklinga og fyrirtækja sé auðvelt að nálgast hjá skattyfirvöldum. Hún segir að á síðustu sjö árum hafi gjafir og framlög sem séu frádráttarbær numið rúmlega þremur milljörðum króna. Jóhanna ítrekaði beiðni sína um þessar upplýsingar og sagði að að sínu áliti kæmi fyllilega til greina að banna stuðning einkaaðila við stjórnmálaflokka og spurði um afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess. Hann spurði á móti hvað það ætti að þýða að vera sífellt að ala á tortryggni og vera með dylgjur í þessum málum. Það yrði einungis til þess að grafa undan trausti á stjórnmálum almennt. Einar K Guðfinnsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði dæmalausa sýndarmennsku og kattaþvott hafa einkennt málflutning stjórnarandstöðunnar í umræðum um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Hann vísaði því á bug að niðurstaða nefndar árið 1995 um fjárreiður stjórnmálaflokka hefði ráðist vegna hótana um að hætta opinberum fjárstuðningi, eins og Jóhanna héldi fram. Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði mikilvægt að taka af öll tvímæli að engin annarleg sjónarmið séu uppi, endi hyggi hann að svo sé ekki. En til þess þurfi að hafa reglur; í dag geti ekki orðið fjármálahneyksli í stjórnmálaflokki á Íslandi vegna þess að engar reglur séu til staðar til að brjóta.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira