Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. nóvember 2024 10:25 Atvik málsins urðu á heimili fjölskyldunnar á Nýbýlavegi í Kópavogi. Vísir Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem var birtur í morgun. Móðirin var í síðustu viku dæmd fyrir að hafa að næturlagi í janúar síðastliðnum svipt sex ára son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn lést af völdum köfnunar. Í kjölfarið fór hún inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Sýndi lögregluþjónum hvernig hún hefði kæft barnið Móðirin hringdi sjálf í Neyðarlínuna að morgni 31. janúar. Þar greindi hún frá því að sonur hennar væri látinn og hún þyrfti sjúkrabíl og lögreglu að heimili þeirra við Nýbýlaveg í Kópavogi. Aðspurð í símann hvað hefði gerst sagði hún að sonur sinn hefði dáið. Hann væri kaldur viðkomu og andaði ekki. Eldri sonur hennar hefði farið í skólann og vissi ekki hvað hefði gerst. Þegar lögreglumenn bar að garði opnaði móðirin fyrir þeim og fylgdi upp í íbúð þeirra. Lögreglumenn sáu strax að drengurinn var látinn. Að þeirra mati var móðirin ákaflega róleg og í engri geðshræringu sem þeim þótti undarlegt í ljósi aðstæðna. Móðirin hefði greint þeim frá og sýnt með látbragði hvernig hún hefði kæft son sinn. Lögreglan fór í kjölfar vinnu á vettvangi í skólann til að greina eldri drengnum, sem er ellefu ára, frá andláti bróður hans. Hann sagðist hafa vaknað um nóttina við að móðir hans hélt fyrir vit hans. Hann hefði náð að losa sig og neitað þegar móðir hans spurði hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri, því þá færi hann í góða heiminn. Hún hafi sagst ekki munu geta fullvissað sig um að hann myndi biðja bænirnar sínar eftir að hafa náð þeim aldri, en samkvæmt trú fjölskyldunnar þurfi börn að biðja bænir eftir að hafa náð aldrinum til þess að komast til himna. Hann hefði sofnað aftur. Um morguninn hefði móðir hans tjáð honum að yngri bróðir hans væri veikur. Sagðist fyrst hafa heyrt raddir vikum eftir morðið Það var samdóma niðurstaða þriggja dómkvaddra matsmanna í matsgerð og yfirmatsgerð að móðirin hefði verið alvarlega þunglynd en ekki haldin geðveiki í skilningi laganna umrædda nótt. Þeir voru allir sammála um að móðirin hefði verið fær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Geðlæknir sem hitti móðurina sama dag og atburðurinn átti sér stað og dagana á eftir bar fyrir dómi að það væri hennar mat að móðirin hefði verið mjög þunglynd á verknaðarstundu en ekki í geðrofi. Yfirmatsmenn og geðlæknir báru um það sama. Var það eindregin niðurstaða allra að hvorki framkoma né hegðun sama dag og verknaðurinn átti sér stað hefði borið þess nokkur merki að hún hefði verið undir valdi stýrandi radda. Hún hefði ekki sýnt nein einkenni sem einkenndu einstaklinga í geðrofsástandi. Þá var það samdóma álit þeirra að móðirin hefði fyrst greint frá röddum sem hefðu sagt henni að deyða drengina tveimur vikum eftir atburðinn. Áður hefði hún neitað að hafa heyrt raddir. Því bæri það með sér að um eftiráskýringar væri að ræða. Erfið staða sem flóttamaður leiddi til örvinglunar Yfirmatsmenn töldu að erfið lífsreynsla og bakgrunnur konunnar sem flóttamanns, samfara miklu bjargleysi og vonleysi í aðstæðum hennar á Íslandi og hugsunum um að hún væri að deyja úr sjúkdómi, sem hefur verið afmáður í dóminum, hefði leitt til örvinglunar sem hefði leitt til þess sem gerðist, en það hefði ekki valdið geðrofi á verknaðarstundu sem gerði konuna alls ófæra um að stjórna gerðum sínum. Þá töldu allir matsmenn að konan skildi hvað hún hefði gert sem og afleiðingar þess þannig að refsing gæti borið árangur. Þröngum skilyrðum uppfyllt Í dóminum segir að í ákvæði almennra hegningarlaga komi fram að mönnum skuli eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. Með þessu ákvæði séu sett ströng skilyrði fyrir sakhæfisskorti í íslenskum rétti, þar á meðal verður andlegur annmarki, svo sem geðveiki, að vera á háu stigi til þess að hann leiði til refsileysis af þeim sökum. Það nægi þó ekki til skorts á sakhæfi, heldur verði maður að hafa verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum vegna hins andlega annmarka þegar hann framdi verknað sem lýstur er refsiverður að lögum. Með vísan til matsgerða og atvika máls að öðru leyti komst dómurinn að sömu niðurstöðu og matsmennirnir, að konan hafi borið skynbragð á eðli þeirra afbrota sem hún er ákærð fyrir og að hún hafi verið fær um að stjórna gerðum sínum þegar hún kæfði yngri son sinn með kodda til ólífis og gerði tilraun til að kæfa eldri son sinn. Þá segir að ekki hafi verið fallist á málsástæðu konunnar um að hún hefði hætt við að reyna að deyða eldri soninn og því væri um afturhvarf frá tilraun til manndráps. Hún hafi ekki hætt atlögu sinni af sjálfsdáðum heldur vegna þess að sonurinn vaknaði og barðist um þannig að konan réð ekki við að kæfa hann eins og hún ætlaði sér. Því væri brot hennar rétt heimfært til refsiákvæðis. Óbærilegt trúnaðarbrot Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að móðirin hafi verið sakfelld fyrir manndráp og tilraun til manndráps auk brots í nánu sambandi í báðum tilvikum. Ekki verði fram hjá því litið hversu alvarleg brotin eru en þau hafi beinst að sonum konunnar, sex og ellefu ára, á sameiginlegu heimili þeirra þar sem þeir áttu að eiga öruggt skjól og áttu sér einskis ills von. Auk þess að deyða yngri soninn í svefni, sem hafi ekki getað rönd við reist, hafi konan reynt að deyða eldri soninn í svefni en orðið frá að hverfa þar sem hann vaknaði og gat varist árásinni. Brot konunnar séu til þess fallin að hafa djúpstæðar afleiðingar til framtíðar fyrir líf og andlega heilsu eldri sonarins, sem með ódæðinu hafi misst bróður sinn og orðið á sama tíma fyrir nánast óbærilegu trúnaðarbroti af hálfu móður sinnar. Horfa verði til þessara þátta til refsiþyngingar. Þrátt fyrir það þyki mega við það miða til refsimildunar að konan hafi af sjálfsdáðum sagt til brota sinna og skýrt frá atvikum í meginatriðum og sýnt iðrun gerða sinna. Þá hafi hún ekki áður gerst sek um refsivert brot og eigi sér ekki sögu um ofbeldisfulla hegðun. Ekki fallist á að brotin hafi verið framin í geðshræringu Þá segir að fyrir hönd konunnar hafi verið byggt á því að yrði hún sakfelld yrðu ákvæðum almennra hegningarlaga, sem heimila að færa refsingu niður, beitt. Í einu þeirra segir að hafi maður framið brot í ákafri geðshræringu, vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum eða svo er ástatt að öðru leyti, að verknaðurinn verður ekki talinn líkt því eins refsiverður og venjulegt er um sams konar brot, megi færa refsingu niður og jafnvel, ef brot varðar ekki þyngri refsingu en fangelsi allt að einu ári, láta hana niður falla. Að mati dómsins, sem skipaður væri sérfróðum meðdómsmanni, hafi konan án efa verið mjög þunglynd og örvæntingarfull þetta kvöld. Hún hefði engu að síður haft hugmyndir um að deyða drengina í einhvern tíma fyrir verknaðinn auk þess sem framkvæmdin eins og henni er lýst og það að einhver tími leið á milli brotanna, leiði til þess að ekki sé unnt að fallast á að ástand konunnar hafi verið með þeim hætti sem ákvæði almennra hegningarlaga áskilur. Hins vegar væri talið ósannað að konan hafi haft fyrirframmótaðan ásetning um hvenær eða hvernig hún myndi deyða drengina, heldur væri lagt til grundvallar að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Greiði eldri syninum fimm milljónir og föður drengjanna þrjár Líkt og áður segir var konan dæmd til átján ára fangelsisvistar, sem er með þyngri dómum sem fallið hafa hér á landi. Þá segir í dóminum að móðirin sé miskabótaskyld gagnvart eftirlifandi syni hennar og að miskabætur til handa honum væru hæfilega metnar fimm milljónir króna. Þá hafi fyrrverandi eiginmaður hennar og faðir drengjanna krafist miskabóta, sem þættu hæfilega ákveðnar þrjár milljónir króna. Þá var konunni gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, ellefu milljónir króna, þóknun réttargæslumanns sonarins, 1,1 milljón og útlagðan sakarkostnað ákæruvaldsins, 3,3 milljónir króna. Gjafsóknarkostnaður föðurins, ein milljón króna, greiðist úr ríkissjóði. Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6. nóvember 2024 09:44 Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem var birtur í morgun. Móðirin var í síðustu viku dæmd fyrir að hafa að næturlagi í janúar síðastliðnum svipt sex ára son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn lést af völdum köfnunar. Í kjölfarið fór hún inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Sýndi lögregluþjónum hvernig hún hefði kæft barnið Móðirin hringdi sjálf í Neyðarlínuna að morgni 31. janúar. Þar greindi hún frá því að sonur hennar væri látinn og hún þyrfti sjúkrabíl og lögreglu að heimili þeirra við Nýbýlaveg í Kópavogi. Aðspurð í símann hvað hefði gerst sagði hún að sonur sinn hefði dáið. Hann væri kaldur viðkomu og andaði ekki. Eldri sonur hennar hefði farið í skólann og vissi ekki hvað hefði gerst. Þegar lögreglumenn bar að garði opnaði móðirin fyrir þeim og fylgdi upp í íbúð þeirra. Lögreglumenn sáu strax að drengurinn var látinn. Að þeirra mati var móðirin ákaflega róleg og í engri geðshræringu sem þeim þótti undarlegt í ljósi aðstæðna. Móðirin hefði greint þeim frá og sýnt með látbragði hvernig hún hefði kæft son sinn. Lögreglan fór í kjölfar vinnu á vettvangi í skólann til að greina eldri drengnum, sem er ellefu ára, frá andláti bróður hans. Hann sagðist hafa vaknað um nóttina við að móðir hans hélt fyrir vit hans. Hann hefði náð að losa sig og neitað þegar móðir hans spurði hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri, því þá færi hann í góða heiminn. Hún hafi sagst ekki munu geta fullvissað sig um að hann myndi biðja bænirnar sínar eftir að hafa náð þeim aldri, en samkvæmt trú fjölskyldunnar þurfi börn að biðja bænir eftir að hafa náð aldrinum til þess að komast til himna. Hann hefði sofnað aftur. Um morguninn hefði móðir hans tjáð honum að yngri bróðir hans væri veikur. Sagðist fyrst hafa heyrt raddir vikum eftir morðið Það var samdóma niðurstaða þriggja dómkvaddra matsmanna í matsgerð og yfirmatsgerð að móðirin hefði verið alvarlega þunglynd en ekki haldin geðveiki í skilningi laganna umrædda nótt. Þeir voru allir sammála um að móðirin hefði verið fær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Geðlæknir sem hitti móðurina sama dag og atburðurinn átti sér stað og dagana á eftir bar fyrir dómi að það væri hennar mat að móðirin hefði verið mjög þunglynd á verknaðarstundu en ekki í geðrofi. Yfirmatsmenn og geðlæknir báru um það sama. Var það eindregin niðurstaða allra að hvorki framkoma né hegðun sama dag og verknaðurinn átti sér stað hefði borið þess nokkur merki að hún hefði verið undir valdi stýrandi radda. Hún hefði ekki sýnt nein einkenni sem einkenndu einstaklinga í geðrofsástandi. Þá var það samdóma álit þeirra að móðirin hefði fyrst greint frá röddum sem hefðu sagt henni að deyða drengina tveimur vikum eftir atburðinn. Áður hefði hún neitað að hafa heyrt raddir. Því bæri það með sér að um eftiráskýringar væri að ræða. Erfið staða sem flóttamaður leiddi til örvinglunar Yfirmatsmenn töldu að erfið lífsreynsla og bakgrunnur konunnar sem flóttamanns, samfara miklu bjargleysi og vonleysi í aðstæðum hennar á Íslandi og hugsunum um að hún væri að deyja úr sjúkdómi, sem hefur verið afmáður í dóminum, hefði leitt til örvinglunar sem hefði leitt til þess sem gerðist, en það hefði ekki valdið geðrofi á verknaðarstundu sem gerði konuna alls ófæra um að stjórna gerðum sínum. Þá töldu allir matsmenn að konan skildi hvað hún hefði gert sem og afleiðingar þess þannig að refsing gæti borið árangur. Þröngum skilyrðum uppfyllt Í dóminum segir að í ákvæði almennra hegningarlaga komi fram að mönnum skuli eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. Með þessu ákvæði séu sett ströng skilyrði fyrir sakhæfisskorti í íslenskum rétti, þar á meðal verður andlegur annmarki, svo sem geðveiki, að vera á háu stigi til þess að hann leiði til refsileysis af þeim sökum. Það nægi þó ekki til skorts á sakhæfi, heldur verði maður að hafa verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum vegna hins andlega annmarka þegar hann framdi verknað sem lýstur er refsiverður að lögum. Með vísan til matsgerða og atvika máls að öðru leyti komst dómurinn að sömu niðurstöðu og matsmennirnir, að konan hafi borið skynbragð á eðli þeirra afbrota sem hún er ákærð fyrir og að hún hafi verið fær um að stjórna gerðum sínum þegar hún kæfði yngri son sinn með kodda til ólífis og gerði tilraun til að kæfa eldri son sinn. Þá segir að ekki hafi verið fallist á málsástæðu konunnar um að hún hefði hætt við að reyna að deyða eldri soninn og því væri um afturhvarf frá tilraun til manndráps. Hún hafi ekki hætt atlögu sinni af sjálfsdáðum heldur vegna þess að sonurinn vaknaði og barðist um þannig að konan réð ekki við að kæfa hann eins og hún ætlaði sér. Því væri brot hennar rétt heimfært til refsiákvæðis. Óbærilegt trúnaðarbrot Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að móðirin hafi verið sakfelld fyrir manndráp og tilraun til manndráps auk brots í nánu sambandi í báðum tilvikum. Ekki verði fram hjá því litið hversu alvarleg brotin eru en þau hafi beinst að sonum konunnar, sex og ellefu ára, á sameiginlegu heimili þeirra þar sem þeir áttu að eiga öruggt skjól og áttu sér einskis ills von. Auk þess að deyða yngri soninn í svefni, sem hafi ekki getað rönd við reist, hafi konan reynt að deyða eldri soninn í svefni en orðið frá að hverfa þar sem hann vaknaði og gat varist árásinni. Brot konunnar séu til þess fallin að hafa djúpstæðar afleiðingar til framtíðar fyrir líf og andlega heilsu eldri sonarins, sem með ódæðinu hafi misst bróður sinn og orðið á sama tíma fyrir nánast óbærilegu trúnaðarbroti af hálfu móður sinnar. Horfa verði til þessara þátta til refsiþyngingar. Þrátt fyrir það þyki mega við það miða til refsimildunar að konan hafi af sjálfsdáðum sagt til brota sinna og skýrt frá atvikum í meginatriðum og sýnt iðrun gerða sinna. Þá hafi hún ekki áður gerst sek um refsivert brot og eigi sér ekki sögu um ofbeldisfulla hegðun. Ekki fallist á að brotin hafi verið framin í geðshræringu Þá segir að fyrir hönd konunnar hafi verið byggt á því að yrði hún sakfelld yrðu ákvæðum almennra hegningarlaga, sem heimila að færa refsingu niður, beitt. Í einu þeirra segir að hafi maður framið brot í ákafri geðshræringu, vegna annars skammvinns ójafnvægis á geðsmunum eða svo er ástatt að öðru leyti, að verknaðurinn verður ekki talinn líkt því eins refsiverður og venjulegt er um sams konar brot, megi færa refsingu niður og jafnvel, ef brot varðar ekki þyngri refsingu en fangelsi allt að einu ári, láta hana niður falla. Að mati dómsins, sem skipaður væri sérfróðum meðdómsmanni, hafi konan án efa verið mjög þunglynd og örvæntingarfull þetta kvöld. Hún hefði engu að síður haft hugmyndir um að deyða drengina í einhvern tíma fyrir verknaðinn auk þess sem framkvæmdin eins og henni er lýst og það að einhver tími leið á milli brotanna, leiði til þess að ekki sé unnt að fallast á að ástand konunnar hafi verið með þeim hætti sem ákvæði almennra hegningarlaga áskilur. Hins vegar væri talið ósannað að konan hafi haft fyrirframmótaðan ásetning um hvenær eða hvernig hún myndi deyða drengina, heldur væri lagt til grundvallar að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða. Greiði eldri syninum fimm milljónir og föður drengjanna þrjár Líkt og áður segir var konan dæmd til átján ára fangelsisvistar, sem er með þyngri dómum sem fallið hafa hér á landi. Þá segir í dóminum að móðirin sé miskabótaskyld gagnvart eftirlifandi syni hennar og að miskabætur til handa honum væru hæfilega metnar fimm milljónir króna. Þá hafi fyrrverandi eiginmaður hennar og faðir drengjanna krafist miskabóta, sem þættu hæfilega ákveðnar þrjár milljónir króna. Þá var konunni gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, ellefu milljónir króna, þóknun réttargæslumanns sonarins, 1,1 milljón og útlagðan sakarkostnað ákæruvaldsins, 3,3 milljónir króna. Gjafsóknarkostnaður föðurins, ein milljón króna, greiðist úr ríkissjóði.
Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6. nóvember 2024 09:44 Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. 6. nóvember 2024 09:44
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07
Kona grunuð um að verða sex ára syni sínum að bana sögð sakhæf Kona sem er grunuð um að hafa orðið syni sínum að bana og sögð hafa reynt að veita öðrum syni sínum bana á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr á þessu ári er sakhæf að mati matsmanna. 24. júlí 2024 21:35