Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2024 16:02 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur lýst því yfir að Jón Gunnarsson muni ekki hafa aðkomu að útgáfu hvalveiðileyfis innan ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl.is um málið. Þar segir Bjarni að Jón hafi ekki valdheimildir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og hann muni ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins, þ.e. veitingu veiðileyfis, í matvælaráðuneytinu. Þá segir Bjarni einnig að hann hafi rætt við ráðuneytisstjóra „fyrir nokkru síðan“ að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð málsins. Umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða liggur inni í ráðuneytinu. Jón lýsti því yfir þegar hann tók við stöðu sinni í matvælaráðuneytinu að það væri mál sem hann ætlaði sér að skoða. Sagði Bjarna og Jón hafa gert samkomulag Yfirlýsing Bjarna er viðbragð við umfjöllun Heimildarinnar upp úr leynilegum upptökum sem teknar voru af samtölum sonar Jóns, Gunnars Bergmanns, og manns sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Meðal þess sem kom fram í upptökunum var að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir það að komast í aðstöðu til að geta veitt Hval hf. hvalveiðileyfi fyrir Alþingiskosningar. Einnig á Gunnar að hafa sagt í upptökunum að tvær aðrar umsóknir lægju fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Gunnar hafi sagt að til stæði að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og taldi hann að það myndi takast fyrir kosningar. „Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini“ Daginn sem Jón var skipaður fulltrúi ráðherrra í matvælaráðuneytinu, 25. október, sagði hann í viðtali á Bylgjunni að hvalveiðar væru eitt þeirra mála sem hann ætlaði sér að skoða í ráðuneytinu. Jafnframt sagði hann að ráðherra bæri skylda til að afgreiða slíkar umsóknir. „Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigir ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Jón svaraði því þó ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur fyrir kosningar. Þá sakaði Jón forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að Vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. 25. október 2024 09:17
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent