Miami 2 - Washington 0 11. maí 2005 00:01 Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák). NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira