Phoenix 1 - Dallas 0 10. maí 2005 00:01 Átta daga hvíld eftir sigurinn á Memphis í fyrstu umferðinni, reyndist liði Phoenix Suns greinilega vel og ekki var að sjá ryð í leik þeirra þegar þeir völtuðu yfir Dallas Mavericks, 127-102 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar í nótt. Amare Stoudamire setti persónulegt met með því að skora 40 stig fyrir Suns, sem fengu að leika sinn uppáhalds leik í nótt og keyra upp hraðann. Ekkert lið í NBA deildinni ræður við þá í slíkum ham. "Við lékum okkar leik, vorum grimmir og keyrðum og keyrðum upp hraðann. Við munum halda áfram að gera það þangað til einhver nær að stöðva okkur. Það er okkar leikur og við höldum okkur við það," sagði Quentin Richardson hjá Phoenix. "Við erum hundfúlir og reiðir út í sjálfa okkur fyrir að leyfa þeim að hlaupa yfir okkur. Þeir skoruðu einhver 130 stig á okkur og hlógu að okkur," sagði Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem eins og aðrir, var ekki ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum. "Það er engu líkara en menn hafi komið hingað með það fyrir augum að fara í sumarfrí," sagði Avery Johnson, þjálfarið Dallas bálreiður eftir leikinn. "Þetta hugarfar verður öðruvísi í næsta leik, því get ég lofað". Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 14 stig, Marquis Daniels 13 stig, Jason Terry 13 stig, Michael Finley 13 stig, Josh Howard 12 stig (8 frák).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 40 stig (16 frák), Joe Johnson 25 stig (4 frák, 4 stoðs, 4 stolnir), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Quentin Richardson 12 stig, Steve Nash 11 stig (13 stoðs). NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Átta daga hvíld eftir sigurinn á Memphis í fyrstu umferðinni, reyndist liði Phoenix Suns greinilega vel og ekki var að sjá ryð í leik þeirra þegar þeir völtuðu yfir Dallas Mavericks, 127-102 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar í nótt. Amare Stoudamire setti persónulegt met með því að skora 40 stig fyrir Suns, sem fengu að leika sinn uppáhalds leik í nótt og keyra upp hraðann. Ekkert lið í NBA deildinni ræður við þá í slíkum ham. "Við lékum okkar leik, vorum grimmir og keyrðum og keyrðum upp hraðann. Við munum halda áfram að gera það þangað til einhver nær að stöðva okkur. Það er okkar leikur og við höldum okkur við það," sagði Quentin Richardson hjá Phoenix. "Við erum hundfúlir og reiðir út í sjálfa okkur fyrir að leyfa þeim að hlaupa yfir okkur. Þeir skoruðu einhver 130 stig á okkur og hlógu að okkur," sagði Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem eins og aðrir, var ekki ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum. "Það er engu líkara en menn hafi komið hingað með það fyrir augum að fara í sumarfrí," sagði Avery Johnson, þjálfarið Dallas bálreiður eftir leikinn. "Þetta hugarfar verður öðruvísi í næsta leik, því get ég lofað". Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 14 stig, Marquis Daniels 13 stig, Jason Terry 13 stig, Michael Finley 13 stig, Josh Howard 12 stig (8 frák).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 40 stig (16 frák), Joe Johnson 25 stig (4 frák, 4 stoðs, 4 stolnir), Shawn Marion 23 stig (11 frák), Quentin Richardson 12 stig, Steve Nash 11 stig (13 stoðs).
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira