Frumvarpi um RÚV frestað 9. maí 2005 00:01 Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Þegar stjórnarliðið hélt til þingflokksfunda í hádeginu lá í loftinu að þar yrði rætt um að gefa eftir gagnvart stjórnarandstöðunni. Við blasti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra yrði að þola það að frumvarpi hennar um Ríkisútvarpið sf. yrði fórnað. Frumvarp Valgerðar Sverrrisdóttur um ný vatnalög var einnig ofarlega á skotlista stjórnarandstöðu og fór svo að þeim var báðum slátrað með samkomulagi sem náðist á þessum fundi sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hélt með formönnum þingflokka um miðjan dag.Langur listi þingmála lá fyrir en þarna var innsiglað hver skyldu ná í gegn og hver ekki. Samið var um að umræðu um samkeppnislögin lyki fyrir kvöldmat og að samgönguáætlun yrði rædd í kvöld en þau mál eru bæði á grænu ljósi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að samfylkingarfólk hafi lagt áherslu á það að fresta samkeppnislögum en að stjórnin hafi þau mál sem forgangsmál. Þá hafi Samfylkingin einnig viljað fresta lögum um Ríkisútvarpið og hún vilji að mál stofnunarinnar verði rædd með fjölmiðlalögum í haust. Helst vilji flokkurinn að þverpólitísk nefnd starfi í sumar og endurvinni frumvarpið um RÚV með tilliti til skýrslu fjölmiðlanefndar. Margrét segir enn fremur að vatnalögin snúist um einkavæðingu á vatnsauðlindum og þingmenn Samfylkingarinnar séu mjög ánægðir með að þessi illa unnu frumvörp skuli liggja. Aðspurður hvor stjórnarliðinu hefði ekki verið í lófa lagið að keyra öll málin í gegn með þolinmæði, jafnvel þótt það tæki nokkra daga í viðbót, segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að auðvitað sé hægt að halda áfram þinghaldi til vors en það hafi oft gerst að stjórnarflokkarirnir hafi tekið tillit til helstu óska stjórnarandstöðu þegar svona standi á. Aðspurður hvort stjórnarliðum sé ekki sárt að missa Ríkisútvarpsfrumvarpið spyr Halldór af hverju þeim ætti að vera það. Margrét segir að Samfylkingarþingmenn hafi verið búnir að búa sig undir þá umræðu og að hún hefði orðið mjög löng vægast sagt. Þetta þýðir að nú er hægt að setja færibandið í gang og það á fulla ferð enda veitir ekki af. Þar sem morgundagurinn er lagður undir fyrirspurnir og eldhúsdagsumræður verður það verkefni miðvikudagsins að afgreiða frá Alþingi yfir 40 lagafrumvörp áður en þingmenn komast heim í sumarleyfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið verður saltað, sem og vatnalög, með samkomulagi sem stjórn og stjórnarandstaða á Alþingi náðu í dag um lok þingstarfa. Þegar stjórnarliðið hélt til þingflokksfunda í hádeginu lá í loftinu að þar yrði rætt um að gefa eftir gagnvart stjórnarandstöðunni. Við blasti að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra yrði að þola það að frumvarpi hennar um Ríkisútvarpið sf. yrði fórnað. Frumvarp Valgerðar Sverrrisdóttur um ný vatnalög var einnig ofarlega á skotlista stjórnarandstöðu og fór svo að þeim var báðum slátrað með samkomulagi sem náðist á þessum fundi sem forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hélt með formönnum þingflokka um miðjan dag.Langur listi þingmála lá fyrir en þarna var innsiglað hver skyldu ná í gegn og hver ekki. Samið var um að umræðu um samkeppnislögin lyki fyrir kvöldmat og að samgönguáætlun yrði rædd í kvöld en þau mál eru bæði á grænu ljósi. Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að samfylkingarfólk hafi lagt áherslu á það að fresta samkeppnislögum en að stjórnin hafi þau mál sem forgangsmál. Þá hafi Samfylkingin einnig viljað fresta lögum um Ríkisútvarpið og hún vilji að mál stofnunarinnar verði rædd með fjölmiðlalögum í haust. Helst vilji flokkurinn að þverpólitísk nefnd starfi í sumar og endurvinni frumvarpið um RÚV með tilliti til skýrslu fjölmiðlanefndar. Margrét segir enn fremur að vatnalögin snúist um einkavæðingu á vatnsauðlindum og þingmenn Samfylkingarinnar séu mjög ánægðir með að þessi illa unnu frumvörp skuli liggja. Aðspurður hvor stjórnarliðinu hefði ekki verið í lófa lagið að keyra öll málin í gegn með þolinmæði, jafnvel þótt það tæki nokkra daga í viðbót, segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, að auðvitað sé hægt að halda áfram þinghaldi til vors en það hafi oft gerst að stjórnarflokkarirnir hafi tekið tillit til helstu óska stjórnarandstöðu þegar svona standi á. Aðspurður hvort stjórnarliðum sé ekki sárt að missa Ríkisútvarpsfrumvarpið spyr Halldór af hverju þeim ætti að vera það. Margrét segir að Samfylkingarþingmenn hafi verið búnir að búa sig undir þá umræðu og að hún hefði orðið mjög löng vægast sagt. Þetta þýðir að nú er hægt að setja færibandið í gang og það á fulla ferð enda veitir ekki af. Þar sem morgundagurinn er lagður undir fyrirspurnir og eldhúsdagsumræður verður það verkefni miðvikudagsins að afgreiða frá Alþingi yfir 40 lagafrumvörp áður en þingmenn komast heim í sumarleyfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira