Viðskipti innlent

Tilboð SPRON í Allianz samþykkt

SPRON hefur fengið samþykki á tilboð sem sparisjóðurinn gerði nýlega í 80% hlutafjár í Hring Eignahaldsfélagi, sem er eignahaldsfélag um Allianz Ísland hf. Baugur Group er stærsti hluthafi Hrings með 65% eignarhlut. Sparisjóður Kópavogs mun áfram eiga um 20% hlut í félaginu.SPRON áformar að halda rekstri Allianz áfram sem sjálfstæðu félagi og telur að um gott fjárfestingatækifæri sé að ræða. SPRON hyggst halda áfram með uppbyggingu félagsins og efla það enn frekar. Tilboð SPRON er með fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og er frestur til að aflétta fyrirvörunum til maíloka. Tryggingafélagið Allianz var stofnað í Berlín 5. febrúar 1890 og í dag er Allianz stærsta tryggingasamsteypa veraldar með starfsemi í 77 þjóðlöndum, 113 þúsund starfsmenn og um 60 milljónir viðskiptavina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×