Blair féll en hélt velli 6. maí 2005 00:01 Kosningar í Bretlandi hafa um áratugaskeið verið býsna afmörkuð barátta milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, stjórnar og stjórnarandstöðu. Að vísu hefur þriðji flokkurinn, Frjálslyndir demókratar, haft allt að 20% fylgi, en það hefur ekki dugað honum til að fá nema innan við 10% þingmanna. Kjósendur hafa því getað gengið að því sem vísu að sá stóru flokkanna sem fleiri atkvæði fengi mundi fara með stjórn næsta kjörtímabil undir forystu flokksformannsins. Atkvæðafylgi frjálslyndra, og ýmissa óháðra frambjóðenda, hefur þó verið nóg til þess að stjórnarflokkurinn hefur sjaldnast kjörfylgi nema kringum 40%; það nægir honum til þess að fara með 100 sæta meirihluta - eða þar yfir - á þingi. Það má segja að þetta misrétti sé byggt inn í kosningafyrirkomulagið: Einmenningskjördæmi þar sem sá, sem fyrstur kemur í mark, sigrar, atkvæði hinna frambjóðendanna falla dauð, þar sem engin hlutfallskosning er innbyggð í kerfið. Mörgum hefur fundist þetta býsna ólýðræðislegt og stundum hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnarandstöðu tekið undir sjónarmið frjálslyndra í þessu efni, og heitið umbótum á kerfinu í átt til hlutfallskosninga. Í stjórn hefur hann þó alltaf látið slíkar umbætur á kosningakerfinu sitja á hakanum - og komist upp með það - því að kjósendur yfirleitt virðast telja það sjónarmið brýnna, að það liggi ljóst fyrir fyrirfram hvaða ríkisstjórn þeir eru að kjósa yfir sig með atkvæði sínu, heldur en að fyllstu sanngirni sé gætt um aðild mismunandi skoðanahópa að landstjórninni. Í kosningum í Bretlandi er því ætíð kosið milli stjórnar og stjórnarandstöðu; séu menn sæmilega ánægðir með landstjórnina veita þeir sitjandi ríkisstjórn áframhaldandi umboð; að öðrum kosti fella þeir hana og stjórnarandstaðan tekur við stjórnartaumunum. Þetta sjónarmið er svo ríkt í almenningsálitinu að sumir fjölmiðlar í Bretlandi hafa talið það óásættanlega óvissu, að ekki sé á hreinu hvort Tony Blair ætlar sér að sitja út kjörtímabilið, eða láta fjármálaráðherrann, Gordon Brown, taka við forsætisráðherraembættinu, og þá hvenær. Berum þetta saman við Ísland. Þar höfum við lagt höfuðáherslu á jafnt vægi atkvæða milli flokka, að þeir fái sem næst þingmannatölu sem samsvari fylgi þeirra meðal kjósenda. Við fáum aldrei tækifæri til þess að kjósa um verk nokkurrar ríkisstjórnar: Allir flokkar ganga óbundnir til kosninga hverju sinni, eins þótt þeir hafi starfað saman mörg kjörtímabil í röð og gefa ekkert upp um áframhaldandi samstarf nái þeir til þess kjörfylgi. Við eigum þess heldur engan kost að kjósa yfir okkur ríkisstjórn næsta kjörtímabils. Það verðum við alfarið að eiga undir því hvernig hrossakaup leiðtoga stjórnmálaflokkanna eftir kosningar ganga fyrir sig. Hvað eftir annað hefur það t.d. gerst, að þegar kjósendur hafa refsað framsóknarflokknum fyrir gerðir sínar í ríkisstjórn með minnkandi fylgi, hefur afleiðingin orðið sú ein að hann hefur fengið stjórnarforystu í nýrri ríkisstjórn! Okkur finnst það eflaust mjög ólýðræðislegt að stór hluti kjósenda sé með öllu áhrifalaus í stjórnmálum vegna kosningafyrirkomulagsins. Þorra Breta mundi hins vegar finnast það óþolandi að kjósendur eigi þess nánast engan kost að hafa áhrif á það með atkvæði sínu hverjir fari með völdin í landinu. Þeir mundu telja að kosningar ættu að snúast um völd og stjórnvaldsaðgerðir næsta kjörtímabils; ekki vera einhvers konar skoðanakannanir um hvaða lífsskoðanir kjósendur aðhyllist. Bretar mundu líka telja það einmenningskjördæmunum til gildis, að þar geta kjósendur refsað eða umbunað þingmönnum, þar á meðal ráðherrum, samkvæmt frammistöðu þeirra á síðasta kjörtímabili. Spurningin um völd snýst einnig um stefnu næsta kjörtímabils: Um skattana og hvers kjósendur mega vænta að fá fyrir þá. Um efnahagsstefnuna og fjármál ríkisins. Um þjónustu velferðarkerfisins og frammistöðu skólakerfisins. Og loks um trúverðugleika flokksleiðtoganna. Tony Blair umbylti Verkamannaflokknum á árunum fyrir kosningarnar 1997 með þeim árangri að hann vann stóran sigur. Á fyrsta kjörtímabili sínu ávann flokkurinn sér frekara traust með farsælli stjórn á efnahagsmálum og vann enn stærri sigur í kosningunum 2001. En á síðasta kjörtímabili hefur það gerst að Blair hefur hríðfallið í áliti. Hann er ekki lengur talinn draga vagninn heldur vera flokknum dragbítur. Fólk er löngu orðið þreytt á ýkjum, oflofi og hreinum sjónhverfingum áróðursmanna hans og spunameistara. En Íraksstríðið virðist ætla að verða orðstír hans miklu skeinuhættara en í fyrstu var talið. Ekki svo mjög stríðið sjálft heldur aðdragandi þátttöku Breta í innrásinni. Fjöldi fólks telur hann kaldrifjaðan lygalaup, aðrir telja að hann hafi farið sparlega með sannleikann og leynt ráðherra sína, flokksmenn og þjóðina alla mikilvægum staðreyndum, sem hefðu getað gerbreytt ákvörðunum um innrásina. Og þegar traust leiðtogans og trúverðugleiki er farinn kemur hann fáu fram, með liðlega þriðjung kjósenda að baki, þótt tæknilega hafi hann fyrir tilstilli kosningakerfisins náð meirihluta á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Kosningar í Bretlandi hafa um áratugaskeið verið býsna afmörkuð barátta milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins, stjórnar og stjórnarandstöðu. Að vísu hefur þriðji flokkurinn, Frjálslyndir demókratar, haft allt að 20% fylgi, en það hefur ekki dugað honum til að fá nema innan við 10% þingmanna. Kjósendur hafa því getað gengið að því sem vísu að sá stóru flokkanna sem fleiri atkvæði fengi mundi fara með stjórn næsta kjörtímabil undir forystu flokksformannsins. Atkvæðafylgi frjálslyndra, og ýmissa óháðra frambjóðenda, hefur þó verið nóg til þess að stjórnarflokkurinn hefur sjaldnast kjörfylgi nema kringum 40%; það nægir honum til þess að fara með 100 sæta meirihluta - eða þar yfir - á þingi. Það má segja að þetta misrétti sé byggt inn í kosningafyrirkomulagið: Einmenningskjördæmi þar sem sá, sem fyrstur kemur í mark, sigrar, atkvæði hinna frambjóðendanna falla dauð, þar sem engin hlutfallskosning er innbyggð í kerfið. Mörgum hefur fundist þetta býsna ólýðræðislegt og stundum hefur Verkamannaflokkurinn í stjórnarandstöðu tekið undir sjónarmið frjálslyndra í þessu efni, og heitið umbótum á kerfinu í átt til hlutfallskosninga. Í stjórn hefur hann þó alltaf látið slíkar umbætur á kosningakerfinu sitja á hakanum - og komist upp með það - því að kjósendur yfirleitt virðast telja það sjónarmið brýnna, að það liggi ljóst fyrir fyrirfram hvaða ríkisstjórn þeir eru að kjósa yfir sig með atkvæði sínu, heldur en að fyllstu sanngirni sé gætt um aðild mismunandi skoðanahópa að landstjórninni. Í kosningum í Bretlandi er því ætíð kosið milli stjórnar og stjórnarandstöðu; séu menn sæmilega ánægðir með landstjórnina veita þeir sitjandi ríkisstjórn áframhaldandi umboð; að öðrum kosti fella þeir hana og stjórnarandstaðan tekur við stjórnartaumunum. Þetta sjónarmið er svo ríkt í almenningsálitinu að sumir fjölmiðlar í Bretlandi hafa talið það óásættanlega óvissu, að ekki sé á hreinu hvort Tony Blair ætlar sér að sitja út kjörtímabilið, eða láta fjármálaráðherrann, Gordon Brown, taka við forsætisráðherraembættinu, og þá hvenær. Berum þetta saman við Ísland. Þar höfum við lagt höfuðáherslu á jafnt vægi atkvæða milli flokka, að þeir fái sem næst þingmannatölu sem samsvari fylgi þeirra meðal kjósenda. Við fáum aldrei tækifæri til þess að kjósa um verk nokkurrar ríkisstjórnar: Allir flokkar ganga óbundnir til kosninga hverju sinni, eins þótt þeir hafi starfað saman mörg kjörtímabil í röð og gefa ekkert upp um áframhaldandi samstarf nái þeir til þess kjörfylgi. Við eigum þess heldur engan kost að kjósa yfir okkur ríkisstjórn næsta kjörtímabils. Það verðum við alfarið að eiga undir því hvernig hrossakaup leiðtoga stjórnmálaflokkanna eftir kosningar ganga fyrir sig. Hvað eftir annað hefur það t.d. gerst, að þegar kjósendur hafa refsað framsóknarflokknum fyrir gerðir sínar í ríkisstjórn með minnkandi fylgi, hefur afleiðingin orðið sú ein að hann hefur fengið stjórnarforystu í nýrri ríkisstjórn! Okkur finnst það eflaust mjög ólýðræðislegt að stór hluti kjósenda sé með öllu áhrifalaus í stjórnmálum vegna kosningafyrirkomulagsins. Þorra Breta mundi hins vegar finnast það óþolandi að kjósendur eigi þess nánast engan kost að hafa áhrif á það með atkvæði sínu hverjir fari með völdin í landinu. Þeir mundu telja að kosningar ættu að snúast um völd og stjórnvaldsaðgerðir næsta kjörtímabils; ekki vera einhvers konar skoðanakannanir um hvaða lífsskoðanir kjósendur aðhyllist. Bretar mundu líka telja það einmenningskjördæmunum til gildis, að þar geta kjósendur refsað eða umbunað þingmönnum, þar á meðal ráðherrum, samkvæmt frammistöðu þeirra á síðasta kjörtímabili. Spurningin um völd snýst einnig um stefnu næsta kjörtímabils: Um skattana og hvers kjósendur mega vænta að fá fyrir þá. Um efnahagsstefnuna og fjármál ríkisins. Um þjónustu velferðarkerfisins og frammistöðu skólakerfisins. Og loks um trúverðugleika flokksleiðtoganna. Tony Blair umbylti Verkamannaflokknum á árunum fyrir kosningarnar 1997 með þeim árangri að hann vann stóran sigur. Á fyrsta kjörtímabili sínu ávann flokkurinn sér frekara traust með farsælli stjórn á efnahagsmálum og vann enn stærri sigur í kosningunum 2001. En á síðasta kjörtímabili hefur það gerst að Blair hefur hríðfallið í áliti. Hann er ekki lengur talinn draga vagninn heldur vera flokknum dragbítur. Fólk er löngu orðið þreytt á ýkjum, oflofi og hreinum sjónhverfingum áróðursmanna hans og spunameistara. En Íraksstríðið virðist ætla að verða orðstír hans miklu skeinuhættara en í fyrstu var talið. Ekki svo mjög stríðið sjálft heldur aðdragandi þátttöku Breta í innrásinni. Fjöldi fólks telur hann kaldrifjaðan lygalaup, aðrir telja að hann hafi farið sparlega með sannleikann og leynt ráðherra sína, flokksmenn og þjóðina alla mikilvægum staðreyndum, sem hefðu getað gerbreytt ákvörðunum um innrásina. Og þegar traust leiðtogans og trúverðugleiki er farinn kemur hann fáu fram, með liðlega þriðjung kjósenda að baki, þótt tæknilega hafi hann fyrir tilstilli kosningakerfisins náð meirihluta á þingi.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun