Landsliðsfyrirliði í læknisleik 30. apríl 2005 00:01 Einari Logi Vignisson skrifar alltaf um boltann í suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum. Að þessi fjallar hann um dópið á Ítalíu sem er leikmönnum enn hættulegri en samkvæmisdópið. Alltaf hefur setið í mér setningin úr Drugstore Cowboy, raunsæju eiturlyfjadrama Gus Van Sant, þegar höfuðpersónan leikin af Matt Dillon segir um karakter William S. Burroughs að hann hafi skotið minnst miljón dollara virði af heróíni í handlegginn á sér um ævina. Skelfilegt er að hugsa til þess hvað fólk sem ánetjast eitrinu þarf að leggja á sig til þess að fjármagna neysluna og verður áhrifameira þegar hugsað er til þess að óskýr mörk eru á milli persónunnar sem rithöfundurinn Burroughs leikur í myndinni og hans sjálfs en þessi konungur ofskynjunarbókmenntanna barðist alla ævi við gríðarlega fíkn og eyddi lunganum af tekjum sínum í eitur af ýmsum sortum. Ofangreindar hugleiðingar um fjármögnunarkostnað fíknarinnar komu upp í kolli mínum í vikunni þegar ég las langa úttekt í ítölsku sportblaði um áætlaðan lyfjakostnað ítölsku knattspyrnuliðanna síðustu árin. Tölurnar eru svo háar að mann grunaði að ítalskir reiknuðu ennþá í lírum en ekki evrum. Sláandi var hversu nákvæmar og ábyggilegar niðurstöðurnar eru, meðalliðið fer með jafn mikið fé í lyfjakaup og læknar á meðalheilsugæslustöð þar í landi skrifa út sínum sjúklingum til handa á einu ári. Innan við þrjátíu fullfrískir karlmenn þurfa sumsé jafnmikið af hinum og þessum lyfjum að halda og nokkur þúsund venjulegra borgara! Leggur settur upp í Moskvu Víst er að þessir drengir fá ekki ódýrustu sortirnar og ekki spáð í ríkisniðurgreiðslur þegar læknar liðanna leggjast í skottulækningar sínar í leitinni að undrakokkteilnum. Nánast vísindaskáldskaparbragur á listanum yfir lyfin, ekki einungis sterar og pepperar í hávegum heldur úrval úr sérlyfjaskránni með áherslu á gigtarlyf, þunglyndislyf, lyf gegn vöðvarýrnun og hjartalyf. Síðastnefndi lyfjaflokkurinn hefur fengið mikla umfjöllun eftir að ítalska ríkissjónvarpið sýndi á fimmtudagskvöldið myndskeið þar sem Fabio Cannavaro, leikmaður Juventus og landsliðsfyrirliði Ítala, sést fá lyfið Neoton gefið í æð daginn fyrir úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða 1999 en Cannavaro lék þá með Parma sem mætti Marseille í Moskvu og sigraði 3-0. Neoton er lyf sem jafnan er notað þegar hjartaaðgerðir eru framkvæmdar en læknar Parma virðast hafa gert sér grein fyrir einhverjum gagnlegum áhrifum fyrir leikmennina eða hreinlega treyst á nafnið sem er dregið af því sem heitir á máli líffræðinnar að viðhalda einhverjum einkennum æskuskeiðs á fullorðinsaldri. Myndskeið þetta mun hafa verið tekið á upptökuvél Cannavaros sjálfs og sýnir leikmenn Parma skríkja og skemmta sér í læknisleik þar sem aðalsportið var að setja upp legg fyrir fyrirliðann, sem síðan nýtur lyfjagjafarinnar og fer með gamanmál á meðan. Einhvern veginn rataði þessi kostulega upptaka í hendur manna sem sáu ástæðu til þess að koma spólunni til ríkissjónvarpsins. Lögfræðingar Cannavaros reyndu án árangurs að fá birtinguna stöðvaða en hafa haldið uppi miklum vörnum enda getur málið skaðað ímynd hans mjög. Þeir hafa bent á að atriðið sé algjörlega slitið úr samhengi og lyfið sé auk þess ekki á bannlista alþjóða knattspyrnusambandsins og því ekkert óeðlilegt né ólöglegt á ferðinni. Löglegt en siðlaust Knattpyrnusambandið stendur með sínum manni og mun Cannavaro halda fyrirliðabandinu. „Það var ekki uppörvandi að sjá leikmann fá lyf í æð en Cannavaro hefur alltaf leikið af lífi og sál fyrir landsliðið og mun verða fyrirliði áfram,“ sagði forseti knattpyrnusambandsins, Franco Carraro, en bætti því við að þörf væri á skýrari lagasetningu í alþjóðaíþróttum um hvað væri talið viðeigandi. „Það að sjá fullkomlega heilbrigða íþróttamenn taka inn lyf fær mann til að staðnæmast. Við þurfum nýja löggjöf sem tryggir að ekki séu svona margar holur í kerfinu. Ekki síður þarf að huga að siðferðishliðinni.“ sagði Carraro, sem hefur þurft að glíma við stöðug lyfjahneyksli síðustu árin, einkum í kringum málaferlin yfir læknum Juventus sem fengu nýverið heldur létta dóma eftir löng réttarhöld. Leikmennirnir í því máli sluppu allir enda málið vandræðalegt fyrir alla aðila og miðað við þau bönn sem menn hafa hlotið undanfarin ár verður að efast um raunverulegan vilja knattspyrnuyfirvalda til að taka á vandanum. Einu málin sem er tekið á af festu eru þau sem lúta að hefðbundnum eiturlyfjum á borð við kókaín. Virðist augunum lokað fyrir því að glundurkokkteilar skottulæknanna geta reynst Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira
Einari Logi Vignisson skrifar alltaf um boltann í suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum. Að þessi fjallar hann um dópið á Ítalíu sem er leikmönnum enn hættulegri en samkvæmisdópið. Alltaf hefur setið í mér setningin úr Drugstore Cowboy, raunsæju eiturlyfjadrama Gus Van Sant, þegar höfuðpersónan leikin af Matt Dillon segir um karakter William S. Burroughs að hann hafi skotið minnst miljón dollara virði af heróíni í handlegginn á sér um ævina. Skelfilegt er að hugsa til þess hvað fólk sem ánetjast eitrinu þarf að leggja á sig til þess að fjármagna neysluna og verður áhrifameira þegar hugsað er til þess að óskýr mörk eru á milli persónunnar sem rithöfundurinn Burroughs leikur í myndinni og hans sjálfs en þessi konungur ofskynjunarbókmenntanna barðist alla ævi við gríðarlega fíkn og eyddi lunganum af tekjum sínum í eitur af ýmsum sortum. Ofangreindar hugleiðingar um fjármögnunarkostnað fíknarinnar komu upp í kolli mínum í vikunni þegar ég las langa úttekt í ítölsku sportblaði um áætlaðan lyfjakostnað ítölsku knattspyrnuliðanna síðustu árin. Tölurnar eru svo háar að mann grunaði að ítalskir reiknuðu ennþá í lírum en ekki evrum. Sláandi var hversu nákvæmar og ábyggilegar niðurstöðurnar eru, meðalliðið fer með jafn mikið fé í lyfjakaup og læknar á meðalheilsugæslustöð þar í landi skrifa út sínum sjúklingum til handa á einu ári. Innan við þrjátíu fullfrískir karlmenn þurfa sumsé jafnmikið af hinum og þessum lyfjum að halda og nokkur þúsund venjulegra borgara! Leggur settur upp í Moskvu Víst er að þessir drengir fá ekki ódýrustu sortirnar og ekki spáð í ríkisniðurgreiðslur þegar læknar liðanna leggjast í skottulækningar sínar í leitinni að undrakokkteilnum. Nánast vísindaskáldskaparbragur á listanum yfir lyfin, ekki einungis sterar og pepperar í hávegum heldur úrval úr sérlyfjaskránni með áherslu á gigtarlyf, þunglyndislyf, lyf gegn vöðvarýrnun og hjartalyf. Síðastnefndi lyfjaflokkurinn hefur fengið mikla umfjöllun eftir að ítalska ríkissjónvarpið sýndi á fimmtudagskvöldið myndskeið þar sem Fabio Cannavaro, leikmaður Juventus og landsliðsfyrirliði Ítala, sést fá lyfið Neoton gefið í æð daginn fyrir úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða 1999 en Cannavaro lék þá með Parma sem mætti Marseille í Moskvu og sigraði 3-0. Neoton er lyf sem jafnan er notað þegar hjartaaðgerðir eru framkvæmdar en læknar Parma virðast hafa gert sér grein fyrir einhverjum gagnlegum áhrifum fyrir leikmennina eða hreinlega treyst á nafnið sem er dregið af því sem heitir á máli líffræðinnar að viðhalda einhverjum einkennum æskuskeiðs á fullorðinsaldri. Myndskeið þetta mun hafa verið tekið á upptökuvél Cannavaros sjálfs og sýnir leikmenn Parma skríkja og skemmta sér í læknisleik þar sem aðalsportið var að setja upp legg fyrir fyrirliðann, sem síðan nýtur lyfjagjafarinnar og fer með gamanmál á meðan. Einhvern veginn rataði þessi kostulega upptaka í hendur manna sem sáu ástæðu til þess að koma spólunni til ríkissjónvarpsins. Lögfræðingar Cannavaros reyndu án árangurs að fá birtinguna stöðvaða en hafa haldið uppi miklum vörnum enda getur málið skaðað ímynd hans mjög. Þeir hafa bent á að atriðið sé algjörlega slitið úr samhengi og lyfið sé auk þess ekki á bannlista alþjóða knattspyrnusambandsins og því ekkert óeðlilegt né ólöglegt á ferðinni. Löglegt en siðlaust Knattpyrnusambandið stendur með sínum manni og mun Cannavaro halda fyrirliðabandinu. „Það var ekki uppörvandi að sjá leikmann fá lyf í æð en Cannavaro hefur alltaf leikið af lífi og sál fyrir landsliðið og mun verða fyrirliði áfram,“ sagði forseti knattpyrnusambandsins, Franco Carraro, en bætti því við að þörf væri á skýrari lagasetningu í alþjóðaíþróttum um hvað væri talið viðeigandi. „Það að sjá fullkomlega heilbrigða íþróttamenn taka inn lyf fær mann til að staðnæmast. Við þurfum nýja löggjöf sem tryggir að ekki séu svona margar holur í kerfinu. Ekki síður þarf að huga að siðferðishliðinni.“ sagði Carraro, sem hefur þurft að glíma við stöðug lyfjahneyksli síðustu árin, einkum í kringum málaferlin yfir læknum Juventus sem fengu nýverið heldur létta dóma eftir löng réttarhöld. Leikmennirnir í því máli sluppu allir enda málið vandræðalegt fyrir alla aðila og miðað við þau bönn sem menn hafa hlotið undanfarin ár verður að efast um raunverulegan vilja knattspyrnuyfirvalda til að taka á vandanum. Einu málin sem er tekið á af festu eru þau sem lúta að hefðbundnum eiturlyfjum á borð við kókaín. Virðist augunum lokað fyrir því að glundurkokkteilar skottulæknanna geta reynst
Íslenski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjá meira