FL Group íhugar olíuinnflutning 29. apríl 2005 00:01 Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira