Mikill stígandi í ÍBV 29. apríl 2005 00:01 Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið. Íslenski handboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15. "Ég hallast að því að þetta verði stórskemmtilegt úrslitaeinvígi. Ég veit að það eru mjög margir þarna úti sem búast við auðveldum sigri Haukaliðsins, en ég held að þetta verði miklu jafnara en það. Haukaliðið hefur það auðvitað með sér að vera með oddaleikinn ef til kemur og lið þeirra er reynt. Haukaliðið er með þessa sigurhefð með sér og auðvitað verða þeir ekki auðsigraðir. Haukar eru með vel skipað lið í flestum stöðum, þó þeir séu ekki mjög sterkir í skyttustöðunni vinstra megin, er varla veikleika að finna í liði þeirra annarsstaðar. Mér hefur fundist vera svo mikill stígandi í þessu Eyjaliði í úrslitakeppninni síðan í leikjunum við Fram í fyrstu umferðinni og þeir eru bara með hörku lið. Þeir hafa að mínu mati alla burði til að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Þeir eru með frábæran markvörð og gríðarlega öflugar skyttur í þeim Sigurði og Tite, sem er einfaldlega besta skytta landsins. Þeir hafa tvo góða línumenn, fínan miðjumann og mjög góða hornamenn. Ég held að ef þeir fara í þessa leiki með réttu hugarfari, geti þeir gert hvað sem er. Ég held meira að segja að þetta einvígi sé það jafnt að ég reikna báðum liðum 50% vinningslíkur. Það er ekkert sem segir mér að Haukarnir taki þetta eitthvað létt, eins og sumir vilja meina. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og njóta góðs af því. Þeir verða auðvitað að vinna leik í Hafnarfirði til að eiga möguleika í þessu og ég held að ef kæmi til fimmta leiks í einvíginu, myndu Haukarnir lenda undir ákveðinni pressu og þá held ég að sé aldrei að vita hvað getur gerst," sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira